Lífið

Oprah vill ekkert hjónaband

Sjónvarpskonan er ánægð með Stedman Graham.
Sjónvarpskonan er ánægð með Stedman Graham.
Oprah Winfrey vill ekki ganga upp að altarinu af ótta við að það eyðileggi sambandið hennar.

Hin 59 ára Winfrey hefur verið í sambandi með Stedman Graham í 27 ár og segir að þau gætu ekki verið hamingjusamari. „Það gengur mjög vel núna en þegar þú bætir við „eiginkonu-dæminu“ verður það of mikið,“ sagði Winfrey.

Hún þakkar Graham fyrir aðstoðina sem hann veitti henni er sjónvarpsstöð hennar átti í erfiðleikum. Stöðin tapaði miklu í fyrstu en hefur náð að rétta úr kútnum að undanförnu. „Hann var ótrúlegur,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.