Lífið

Nýtt frá Moses Hightower

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Moses Hightower
Moses Hightower Fréttablaðið/Anton
Moses Hightower hefur gefið út tvær plötur sem notið hafa gríðarlega vinsælda hér á landi.

Fyrri platan heitir Búum til börn, en hún var valin plata ársins 2010 af gagnrýnendum Fréttablaðsins.

Seinni platan heitir Önnur Mósebók.

Þá hafa margir tónlistarmenn lagt sig fram við að endurhljóðblanda lög hljómsveitarinnar og setja þau þannig í nýjan búning.

Meðlimir Moses Hightower eru svo ánægðir með afraksturinn að nú hyggst sveitin, ásamt plötufyrirtækinu Record Records, gefa út vínylplötu með endurhljóðblönduðum lögum sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.