Lífið

Ekki í fyrsta skipti sem ég verð fyrir kynþáttafordómum

The Game rauk út í reiðiskasti af veitinghúsinu Houston í Kaliforníu.
The Game rauk út í reiðiskasti af veitinghúsinu Houston í Kaliforníu. Getty/Nordicphotos
Það líkar víst ekki öllum við húðflúr bandaríska rapparans,The Games að hans sögn. Games eins og hann er kallaður var staddur á veitingahúsinu Houston, í Pasadena Kaliforníu, nú á dögunum þar sem hann hafði hugsað sér að snæða hádegismat.

Honum var hinsvegar neitað um þjónustu og sagt að yfirgefa staðinn undir eins þar hann mætti ekki vera á staðnum í hlýrabol.

Í blaðaviðtali segir Games, að þar sem hitinn hafi verið vel yfir 30 gráður hafi hann að sjálfsögðu verið í hlýrabol og harðneitaði að fara eftir fyrirmælum veitingastjórans.

Veitingastjórinn á að hafa haldið því fram að rapparinn ylli gestum matsölustaðarins miklu ónæði og þeir gætu jafnvel orðið hræddir þar sem Games væri með mörg húðflúr.



Atvikið vakti litla lukku hjá rapparanum og á Twitter síðu sinni segir Games að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann verði fyrir kynþáttafordómum á umræddum veitingastað. Games fór því af staðnum í brjálæðiskasti en fékk þó að borða þar sem veitingastaðurinn Kitchen Pizza tók vel á móti honum.

Games segir á Twitter síðu sinni að þar hafi það ekki skipt máli þótt hann væri húðflúraður í hlýrabol.

Veitingastjóri Houstons sagði í viðtali vegna atviksins, að þetta hafi ekkert haft með húðflúr Games að gera. Það séu strangar reglur um klæðaburð á staðnum og skiptir þá engu máli hvort þú sért frægur rappari eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.