Lífið

Chaka Khan sagði Lindsay að þroskast

Lindsay Lohan hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið en leikkonan gerir varla annað en að komast í slúðurmiðlana fyrir undarlega framkomu sína.
Lindsay Lohan hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið en leikkonan gerir varla annað en að komast í slúðurmiðlana fyrir undarlega framkomu sína. nordicphotos/getty
Lindsay Lohan fór í fínustu taugar söngkonunnar Chaka Khan á meðan þær stöllur dvöldu á Cliffside-meðferðarstöðinni í Kaliforníu nýverið.

„Chaka fannst aðstaðan á Cliffside rosalega fín en Lindsay gerði ekki annað en að fara í taugarnar á henni og hún fékk algjörlega nóg,“ sagði heimildarmaður við vefsíðuna RadarOnline.com.

„Lindsay gerði bara allt til þess að fá athygli og Chaka sagði við hana að hún væri fáránlega barnaleg og sagði henni að þroskast. Í eitt skiptið spurði hún Lindsay hvort hún hefði skráð sig í meðferð til þess að vinna bug á vandamálum sínum eða til þess að fíflast,“ bætti heimildarmaðurinn við og sagði Chaka jafnframt hafa neitað að sækja fundi á sama tíma og Lindsay.

Ástandið varð svo slæmt að Chaka skráði sig úr meðferðinni fyrr einungis til þess að komast hjá því að umgangast leikkonuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.