Íslenski boltinn

68 mínútur á milli marka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Indriði Áki.
Indriði Áki.
Indriði Áki Þorláksson tryggði Valsmönnum jafntefli á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið og hefur þar með skorað 7 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum í efstu deild.

Þetta var enn einn leikurinn þar sem þessi 18 ára gamli strákur skorar eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann hefur nú skorað sjö sinnum á fyrstu 477 mínútum sínum í Pepsi-deildinni, sem þýðir mark á aðeins 68 mínútna fresti.

Indriði Áki Þorláksson - Samtals í efstu deild

Leikir - 12 (477 mínútur spilaðar)

Mörk - 7 (68 mínútur á milli marka)

Sumarið 2013

Leikir - 5 (270 mínútur) Mörk - 3 (90,0)

Sumarið 2012

Leikir - 7 (207 mínútur) Mörk - 4 (51,8)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×