Lífið

Börn kortleggja íþróttaferil sinn

Freyr Bjarnason skrifar
Krakkar geta kortlagt íþróttaferilinn sinn með hjálp Sport Hero.
Krakkar geta kortlagt íþróttaferilinn sinn með hjálp Sport Hero. Fréttablaðið/Stefán
„Hugmyndin varð til þegar við vorum með bíttimarkað á krakkamótum með Draumaliðs-fótboltamyndum,“ segir Jóhann Jóhannsson.

Fyrr í sumar fór hann af stað með verkefnið Sport Hero. Það snýst um að ljósmyndarar Sport Hero mynda börn frá aldrinum fimm til átján ára í öllum mögulegum íþróttum og krakkarnir bítta svo á myndunum. „Krakkarnir vildu sjálfir fá að vera með í þessu og svo höfðu foreldrar samband og spurðu hvort aðrar íþróttir en fótbolti mættu ekki vera með,“ segir Jóhann um tilurð verkefnisins.

Hægt er að fá ókeypis límmiðabók í öllum útibúum Íslandsbanka og þar geta krakkar límt inn myndir af sjálfum sér, liðsfélögunum og krökkum úr öðrum liðum. Þannig geta börnin kortlagt íþróttaferilinn sinn, kynnst öðrum íþróttakrökkum og myndað betri tengsl sín á milli. Gylfi Sigurðsson, atvinnumaður hjá Tottenham, styður verkefnið.

Þessa dagana er Jóhann að ganga frá samningi við danska knattspyrnusambandið um sams konar verkefni þar í landi. Fleiri lönd hafa einnig sýnt Sport Hero áhuga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.