Lífið

Átta skírðust niðurdýfingaskírn í Nauthólsvík

Sara McMahon skrifar
Hér sést Baldur Freyr Einarsson skíra unga konu.
Hér sést Baldur Freyr Einarsson skíra unga konu. Fréttablaðið/arnþór
"Það voru átta manns sem skírðust og tók athöfnin um hálftíma. Fólk fer undir, það er sungið og svo lýkur athöfninni með blessun. Þetta er mjög falleg og yndisleg stund," segir Baldur Freyr Einarsson, meðlimur í trúfélaginu United. Félagið stóð fyrir svokallaðri niðurdýfingarskírn í Nauthólsvík á föstudag.

Baldur Freyr segir athöfnina tákna nýtt líf fyrir þann er tekur skírnina. Aðspurður segir hann gjörninginn sannarlega vekja athygli þeirra sem eiga leið hjá.

United hefur verið starfrækt í rúm tvö ár og rekur einnig áfangaheimili með 38 plássum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.