Lífið

Studdi við bakið á mömmu sinni

Kelly Osbourne aðstoðaði móður sína í gegnum veikindi. Hér er hún ásamt unnusta sínum, Matthew Mosshart.
Kelly Osbourne aðstoðaði móður sína í gegnum veikindi. Hér er hún ásamt unnusta sínum, Matthew Mosshart. Nordicphotos/Getty
Kelly Osbourne segir móður sína, Sharon Osbourne, hafa stutt sig í gegnum meðferð og að að sama skapi hafi hún ekki vikið frá móður sinni er hún greindist með krabbamein fyrir tíu árum.

?"Ég hef farið í meðferð sjö sinnum og tvisvar inn á geðdeild og alltaf stóð mamma með mér,? sagði sjónvarpskonan og bætti við: ?Þegar ég var átján ára bauðst mér hlutverk í myndinni Freaky Friday. Á sama tíma greindist mamma með krabbamein og ég sagði: ?Bless leikferill, halló mamma.? Ég gerðist hjúkrunarkona hennar og sá um að gefa henni lyf og sprautur. Ég hélt um tíma að ég mundi missa hana, þetta var hræðileg upplifun."

?

Sjónvarpskonan trúlofaðist nýverið Matthew Mosshart, sem er kokkur. Parið kynntist í brúðkaupi Kate Moss og Jamie Hince, en systir Mossharts er söngkonan Alison Mosshart sem myndar dúettinn The Kills ásamt Hince.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.