Netárásir á mikilvæga innviði gætu talist hryðjuverk Brjánn Jónasson skrifar 1. ágúst 2013 06:15 Þó litlar líkur séu taldar á hryðjuverkaárás hér á landi í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að hryðjuverkamenn sem vilji ráðast gegn Vesturlöndum geti talið auðveld skotmörk hér á landi, til dæmis herafla sem hér sinni loftrýmisgæslu. Fréttablaðið/Vilhelm Ganga má út frá því sem vísu að umfang tölvu- og netglæpa aukist hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð að mati ríkislögreglustjóra. Vaxandi tjón vegna þessa mun skila sér í kröfum um hertar refsingar fyrir netglæpi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum hér á landi. Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraunir til fjársvika, til dæmis með svokölluðum Nígeríubréfum. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Þá er bent á að barnaklámi sé dreift með þróuðum kerfum tölvuþrjóta. Tölvukerfi fyrirtækja og stofnana geta orðið fyrir árásum tölvuhakkara sem geta valdið miklum skaða, samkvæmt skýrslunni. „Ljóst er að slíkar árásir gætu talist til hryðjuverka yrðu tölvukerfi sem lúta að mikilvægustu innviðum og stoðkerfum samfélagsins til að mynda raforkumiðlun gerð óstarfhæf,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er ekki fjallað um hvernig lögregla geti brugðist við hættu af þessu tagi, né tiltekin ákveðin dæmi um árásir á tölvukerfi sem valdið hafa skaða. Þar segir þó að viðbrögð lögreglu þurfi ekki síst að felast í viðleitni til að vekja almenning og stjórnendur fyrirtækja til vitundar um þessa gerð skipulagðrar glæpastarfsemi. Í skýrslunni er rakið að þegar reynt hafi verið að leggja mat á fjárhagslegan skaða vegna tölvuárása á Vesturlöndum hafi verið um „stjarnfræðilegar fjárhæðir“ að ræða. Þar segir að upplýsingar erlendis frá bendi til þess að kostnaður hins opinbera og fyrirtækja vegna tölvuglæpa fari hratt vaxandi. Til að mynda færist tap banka og annarra fjármálafyrirtækja vegna tölvuglæpa í nágrannaríkjunum í aukana. Íslenskir tölvunotendur voru síðast í gær varaðir við tilraun til tölvuglæpa. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér var varað við því að þrjótar hafi komist yfir íslenskan netfangalista. Í kjölfarið sendi þrjótarnir pósta á listann sem gæti virst stafa frá íslenskum bönkum, þar sem beðið er um persónuupplýsingar.Geta ekki beitt gereyðingarvopnum Engar fyrirliggjandi upplýsingar eru um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaárásir hér á landi, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Mat á hryðjuverkaógn er ónákvæmara hér á landi en almennt á Norðurlöndunum þar sem lögregla hefur ekki sömu heimildir til að fyrirbyggja hryðjuverk, segir í skýrslunni. Þegar lagð er mat á getu til að fremja hryðjuverk hér á landi telur ríkislögreglustjóri líklegt að eggvopn, rifflar, haglabyssur eða heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast sé að verði beitt. Ekki sé fyrir hendi geta til að framkvæma hryðjuverk með notkun gereyðingarvopna. Þar er þó varað við því að hryðjuverkamenn kunni að beina sjónum sínum að Íslandi telji þeir sig geta ráðist gegn vestrænum hagsmunum hér á landi með auðveldum hætti. Það eigi til dæmis við um sendiráð erlendra ríkja og liðsafla ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinni loftrýmisgæslu. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Ganga má út frá því sem vísu að umfang tölvu- og netglæpa aukist hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð að mati ríkislögreglustjóra. Vaxandi tjón vegna þessa mun skila sér í kröfum um hertar refsingar fyrir netglæpi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum hér á landi. Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraunir til fjársvika, til dæmis með svokölluðum Nígeríubréfum. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Þá er bent á að barnaklámi sé dreift með þróuðum kerfum tölvuþrjóta. Tölvukerfi fyrirtækja og stofnana geta orðið fyrir árásum tölvuhakkara sem geta valdið miklum skaða, samkvæmt skýrslunni. „Ljóst er að slíkar árásir gætu talist til hryðjuverka yrðu tölvukerfi sem lúta að mikilvægustu innviðum og stoðkerfum samfélagsins til að mynda raforkumiðlun gerð óstarfhæf,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er ekki fjallað um hvernig lögregla geti brugðist við hættu af þessu tagi, né tiltekin ákveðin dæmi um árásir á tölvukerfi sem valdið hafa skaða. Þar segir þó að viðbrögð lögreglu þurfi ekki síst að felast í viðleitni til að vekja almenning og stjórnendur fyrirtækja til vitundar um þessa gerð skipulagðrar glæpastarfsemi. Í skýrslunni er rakið að þegar reynt hafi verið að leggja mat á fjárhagslegan skaða vegna tölvuárása á Vesturlöndum hafi verið um „stjarnfræðilegar fjárhæðir“ að ræða. Þar segir að upplýsingar erlendis frá bendi til þess að kostnaður hins opinbera og fyrirtækja vegna tölvuglæpa fari hratt vaxandi. Til að mynda færist tap banka og annarra fjármálafyrirtækja vegna tölvuglæpa í nágrannaríkjunum í aukana. Íslenskir tölvunotendur voru síðast í gær varaðir við tilraun til tölvuglæpa. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér var varað við því að þrjótar hafi komist yfir íslenskan netfangalista. Í kjölfarið sendi þrjótarnir pósta á listann sem gæti virst stafa frá íslenskum bönkum, þar sem beðið er um persónuupplýsingar.Geta ekki beitt gereyðingarvopnum Engar fyrirliggjandi upplýsingar eru um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaárásir hér á landi, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Mat á hryðjuverkaógn er ónákvæmara hér á landi en almennt á Norðurlöndunum þar sem lögregla hefur ekki sömu heimildir til að fyrirbyggja hryðjuverk, segir í skýrslunni. Þegar lagð er mat á getu til að fremja hryðjuverk hér á landi telur ríkislögreglustjóri líklegt að eggvopn, rifflar, haglabyssur eða heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast sé að verði beitt. Ekki sé fyrir hendi geta til að framkvæma hryðjuverk með notkun gereyðingarvopna. Þar er þó varað við því að hryðjuverkamenn kunni að beina sjónum sínum að Íslandi telji þeir sig geta ráðist gegn vestrænum hagsmunum hér á landi með auðveldum hætti. Það eigi til dæmis við um sendiráð erlendra ríkja og liðsafla ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinni loftrýmisgæslu.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira