Netárásir á mikilvæga innviði gætu talist hryðjuverk Brjánn Jónasson skrifar 1. ágúst 2013 06:15 Þó litlar líkur séu taldar á hryðjuverkaárás hér á landi í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að hryðjuverkamenn sem vilji ráðast gegn Vesturlöndum geti talið auðveld skotmörk hér á landi, til dæmis herafla sem hér sinni loftrýmisgæslu. Fréttablaðið/Vilhelm Ganga má út frá því sem vísu að umfang tölvu- og netglæpa aukist hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð að mati ríkislögreglustjóra. Vaxandi tjón vegna þessa mun skila sér í kröfum um hertar refsingar fyrir netglæpi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum hér á landi. Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraunir til fjársvika, til dæmis með svokölluðum Nígeríubréfum. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Þá er bent á að barnaklámi sé dreift með þróuðum kerfum tölvuþrjóta. Tölvukerfi fyrirtækja og stofnana geta orðið fyrir árásum tölvuhakkara sem geta valdið miklum skaða, samkvæmt skýrslunni. „Ljóst er að slíkar árásir gætu talist til hryðjuverka yrðu tölvukerfi sem lúta að mikilvægustu innviðum og stoðkerfum samfélagsins til að mynda raforkumiðlun gerð óstarfhæf,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er ekki fjallað um hvernig lögregla geti brugðist við hættu af þessu tagi, né tiltekin ákveðin dæmi um árásir á tölvukerfi sem valdið hafa skaða. Þar segir þó að viðbrögð lögreglu þurfi ekki síst að felast í viðleitni til að vekja almenning og stjórnendur fyrirtækja til vitundar um þessa gerð skipulagðrar glæpastarfsemi. Í skýrslunni er rakið að þegar reynt hafi verið að leggja mat á fjárhagslegan skaða vegna tölvuárása á Vesturlöndum hafi verið um „stjarnfræðilegar fjárhæðir“ að ræða. Þar segir að upplýsingar erlendis frá bendi til þess að kostnaður hins opinbera og fyrirtækja vegna tölvuglæpa fari hratt vaxandi. Til að mynda færist tap banka og annarra fjármálafyrirtækja vegna tölvuglæpa í nágrannaríkjunum í aukana. Íslenskir tölvunotendur voru síðast í gær varaðir við tilraun til tölvuglæpa. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér var varað við því að þrjótar hafi komist yfir íslenskan netfangalista. Í kjölfarið sendi þrjótarnir pósta á listann sem gæti virst stafa frá íslenskum bönkum, þar sem beðið er um persónuupplýsingar.Geta ekki beitt gereyðingarvopnum Engar fyrirliggjandi upplýsingar eru um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaárásir hér á landi, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Mat á hryðjuverkaógn er ónákvæmara hér á landi en almennt á Norðurlöndunum þar sem lögregla hefur ekki sömu heimildir til að fyrirbyggja hryðjuverk, segir í skýrslunni. Þegar lagð er mat á getu til að fremja hryðjuverk hér á landi telur ríkislögreglustjóri líklegt að eggvopn, rifflar, haglabyssur eða heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast sé að verði beitt. Ekki sé fyrir hendi geta til að framkvæma hryðjuverk með notkun gereyðingarvopna. Þar er þó varað við því að hryðjuverkamenn kunni að beina sjónum sínum að Íslandi telji þeir sig geta ráðist gegn vestrænum hagsmunum hér á landi með auðveldum hætti. Það eigi til dæmis við um sendiráð erlendra ríkja og liðsafla ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinni loftrýmisgæslu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ganga má út frá því sem vísu að umfang tölvu- og netglæpa aukist hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð að mati ríkislögreglustjóra. Vaxandi tjón vegna þessa mun skila sér í kröfum um hertar refsingar fyrir netglæpi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum hér á landi. Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraunir til fjársvika, til dæmis með svokölluðum Nígeríubréfum. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Þá er bent á að barnaklámi sé dreift með þróuðum kerfum tölvuþrjóta. Tölvukerfi fyrirtækja og stofnana geta orðið fyrir árásum tölvuhakkara sem geta valdið miklum skaða, samkvæmt skýrslunni. „Ljóst er að slíkar árásir gætu talist til hryðjuverka yrðu tölvukerfi sem lúta að mikilvægustu innviðum og stoðkerfum samfélagsins til að mynda raforkumiðlun gerð óstarfhæf,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er ekki fjallað um hvernig lögregla geti brugðist við hættu af þessu tagi, né tiltekin ákveðin dæmi um árásir á tölvukerfi sem valdið hafa skaða. Þar segir þó að viðbrögð lögreglu þurfi ekki síst að felast í viðleitni til að vekja almenning og stjórnendur fyrirtækja til vitundar um þessa gerð skipulagðrar glæpastarfsemi. Í skýrslunni er rakið að þegar reynt hafi verið að leggja mat á fjárhagslegan skaða vegna tölvuárása á Vesturlöndum hafi verið um „stjarnfræðilegar fjárhæðir“ að ræða. Þar segir að upplýsingar erlendis frá bendi til þess að kostnaður hins opinbera og fyrirtækja vegna tölvuglæpa fari hratt vaxandi. Til að mynda færist tap banka og annarra fjármálafyrirtækja vegna tölvuglæpa í nágrannaríkjunum í aukana. Íslenskir tölvunotendur voru síðast í gær varaðir við tilraun til tölvuglæpa. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér var varað við því að þrjótar hafi komist yfir íslenskan netfangalista. Í kjölfarið sendi þrjótarnir pósta á listann sem gæti virst stafa frá íslenskum bönkum, þar sem beðið er um persónuupplýsingar.Geta ekki beitt gereyðingarvopnum Engar fyrirliggjandi upplýsingar eru um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaárásir hér á landi, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Mat á hryðjuverkaógn er ónákvæmara hér á landi en almennt á Norðurlöndunum þar sem lögregla hefur ekki sömu heimildir til að fyrirbyggja hryðjuverk, segir í skýrslunni. Þegar lagð er mat á getu til að fremja hryðjuverk hér á landi telur ríkislögreglustjóri líklegt að eggvopn, rifflar, haglabyssur eða heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast sé að verði beitt. Ekki sé fyrir hendi geta til að framkvæma hryðjuverk með notkun gereyðingarvopna. Þar er þó varað við því að hryðjuverkamenn kunni að beina sjónum sínum að Íslandi telji þeir sig geta ráðist gegn vestrænum hagsmunum hér á landi með auðveldum hætti. Það eigi til dæmis við um sendiráð erlendra ríkja og liðsafla ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinni loftrýmisgæslu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira