Framtíðarsýn eða fortíðarhyggja Aðalsteinn Snorrason skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Frá árinu 2008 hefur íslenskur byggingamarkaður gengið í gegnum samdráttarskeið sem ekki á sér hliðstæðu á sögulegum tíma. Samkvæmt skýrslu Samtaka arkitektastofa (áður FSSA) frá haustinu 2010 var um samdrátt að ræða sem reyndist 67% skv. þeim opinberu tölum sem skýrslan byggði á. Á þessu fimm ára tímabili sem nú er liðið frá hruni hefur skapast allnokkur þörf fyrir nýbyggingar sem ekki hefur verið svarað að sama skapi. Íbúðamarkaðurinn er enn í þeirri erfiðu stöðu að lóðarverð er innlyksa hjá skuldsettum sveitarfélögum sem ekki geta lagað sig að núverandi markaðsverði sökum laga um fjárreiður sveitarfélaga. Framleiðslukostnaður á íbúðum miðað við söluverð er enn það hár að ekki hefur myndast hvati til framkvæmda að neinu marki. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fleiri íbúðir voru byggðar á ári í kreppunni miklu en það sem hefur átt sér stað undanfarin ár þegar verst lét. Opinber verkefni hafa verið í deiglunni síðustu tvö árin en eru ekki komin á skrið sem skyldi. Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hefur undirstrikað þörfina á uppbyggingu í verkefnum tengdum ferðaþjónustu og þar er mikið verk óunnið og mörg þeirra þess eðlis að vart verður staðið að þeim nema með opinberum hætti. Sterkasta einkenni í ímynd landsins er náttúran og þá staði sem hafa mest aðdráttarafl þarf að passa upp á sem gersemar þjóðarinnar. Opinberir aðilar þurfa að koma að því verkefni, þó ekki væri nema að stefnumörkun þeirra. Meðan ekkert er að gert drabbast þessar gersemar niður gestum að kostnaðarlausu og virðist það vera meira metnaðarmál að taka ekki gjald fyrir heimsóknina en að hafa upp á eitthvað að bjóða sem eykur gildi staðarins og verndar hann.Góð fyrirmynd Til er norskt verkefni sem nefnist „Nasjonale turistveger“ sem unnið hefur verið að síðustu tuttugu árin, en þar er aukið við gildi áhugaverðra ferðaleiða. Kynning var á þessu verkefni á vegum Íslandsstofu 30. október 2012 og kom þar fram í máli Trine Kanter Zwerekh að um væri að ræða framúrskarandi fallega náttúru og allt manngert umhverfi skyldi vera í það minnsta jafn gott ef ekki betra. Þetta viðhorf þarf ekki að snúast um aukinn kostnað en sýnir fyrst og fremst hugsunarhátt sem okkur Íslendinga sárlega vantar. Þetta norska verkefni gæti verið góð fyrirmynd fyrir uppbyggingu ferðamanna- og áningarstaða hér á landi. Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum byggingamarkaði og því er mikilvægt að þau verkefni sem fyrirhuguð hafa verið hljóti brautargengi og hlúð sé að þeim af metnaði og fyrirhyggju. Verkefni sem lúta að vexti atvinnugreina eru mikilvæg á tímum sem þessum ásamt verkefnum til að tryggja eðlilegt þjónustustig í landinu. Benda má sérstaklega á að vöxtur í ferðaþjónustu er með þeim hætti að þar er um brýna þörf að ræða og ef ekkert verður að gert verður ímynd landsins fyrir tjóni til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frá árinu 2008 hefur íslenskur byggingamarkaður gengið í gegnum samdráttarskeið sem ekki á sér hliðstæðu á sögulegum tíma. Samkvæmt skýrslu Samtaka arkitektastofa (áður FSSA) frá haustinu 2010 var um samdrátt að ræða sem reyndist 67% skv. þeim opinberu tölum sem skýrslan byggði á. Á þessu fimm ára tímabili sem nú er liðið frá hruni hefur skapast allnokkur þörf fyrir nýbyggingar sem ekki hefur verið svarað að sama skapi. Íbúðamarkaðurinn er enn í þeirri erfiðu stöðu að lóðarverð er innlyksa hjá skuldsettum sveitarfélögum sem ekki geta lagað sig að núverandi markaðsverði sökum laga um fjárreiður sveitarfélaga. Framleiðslukostnaður á íbúðum miðað við söluverð er enn það hár að ekki hefur myndast hvati til framkvæmda að neinu marki. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fleiri íbúðir voru byggðar á ári í kreppunni miklu en það sem hefur átt sér stað undanfarin ár þegar verst lét. Opinber verkefni hafa verið í deiglunni síðustu tvö árin en eru ekki komin á skrið sem skyldi. Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hefur undirstrikað þörfina á uppbyggingu í verkefnum tengdum ferðaþjónustu og þar er mikið verk óunnið og mörg þeirra þess eðlis að vart verður staðið að þeim nema með opinberum hætti. Sterkasta einkenni í ímynd landsins er náttúran og þá staði sem hafa mest aðdráttarafl þarf að passa upp á sem gersemar þjóðarinnar. Opinberir aðilar þurfa að koma að því verkefni, þó ekki væri nema að stefnumörkun þeirra. Meðan ekkert er að gert drabbast þessar gersemar niður gestum að kostnaðarlausu og virðist það vera meira metnaðarmál að taka ekki gjald fyrir heimsóknina en að hafa upp á eitthvað að bjóða sem eykur gildi staðarins og verndar hann.Góð fyrirmynd Til er norskt verkefni sem nefnist „Nasjonale turistveger“ sem unnið hefur verið að síðustu tuttugu árin, en þar er aukið við gildi áhugaverðra ferðaleiða. Kynning var á þessu verkefni á vegum Íslandsstofu 30. október 2012 og kom þar fram í máli Trine Kanter Zwerekh að um væri að ræða framúrskarandi fallega náttúru og allt manngert umhverfi skyldi vera í það minnsta jafn gott ef ekki betra. Þetta viðhorf þarf ekki að snúast um aukinn kostnað en sýnir fyrst og fremst hugsunarhátt sem okkur Íslendinga sárlega vantar. Þetta norska verkefni gæti verið góð fyrirmynd fyrir uppbyggingu ferðamanna- og áningarstaða hér á landi. Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum byggingamarkaði og því er mikilvægt að þau verkefni sem fyrirhuguð hafa verið hljóti brautargengi og hlúð sé að þeim af metnaði og fyrirhyggju. Verkefni sem lúta að vexti atvinnugreina eru mikilvæg á tímum sem þessum ásamt verkefnum til að tryggja eðlilegt þjónustustig í landinu. Benda má sérstaklega á að vöxtur í ferðaþjónustu er með þeim hætti að þar er um brýna þörf að ræða og ef ekkert verður að gert verður ímynd landsins fyrir tjóni til lengri tíma litið.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun