Framtíðarsýn eða fortíðarhyggja Aðalsteinn Snorrason skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Frá árinu 2008 hefur íslenskur byggingamarkaður gengið í gegnum samdráttarskeið sem ekki á sér hliðstæðu á sögulegum tíma. Samkvæmt skýrslu Samtaka arkitektastofa (áður FSSA) frá haustinu 2010 var um samdrátt að ræða sem reyndist 67% skv. þeim opinberu tölum sem skýrslan byggði á. Á þessu fimm ára tímabili sem nú er liðið frá hruni hefur skapast allnokkur þörf fyrir nýbyggingar sem ekki hefur verið svarað að sama skapi. Íbúðamarkaðurinn er enn í þeirri erfiðu stöðu að lóðarverð er innlyksa hjá skuldsettum sveitarfélögum sem ekki geta lagað sig að núverandi markaðsverði sökum laga um fjárreiður sveitarfélaga. Framleiðslukostnaður á íbúðum miðað við söluverð er enn það hár að ekki hefur myndast hvati til framkvæmda að neinu marki. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fleiri íbúðir voru byggðar á ári í kreppunni miklu en það sem hefur átt sér stað undanfarin ár þegar verst lét. Opinber verkefni hafa verið í deiglunni síðustu tvö árin en eru ekki komin á skrið sem skyldi. Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hefur undirstrikað þörfina á uppbyggingu í verkefnum tengdum ferðaþjónustu og þar er mikið verk óunnið og mörg þeirra þess eðlis að vart verður staðið að þeim nema með opinberum hætti. Sterkasta einkenni í ímynd landsins er náttúran og þá staði sem hafa mest aðdráttarafl þarf að passa upp á sem gersemar þjóðarinnar. Opinberir aðilar þurfa að koma að því verkefni, þó ekki væri nema að stefnumörkun þeirra. Meðan ekkert er að gert drabbast þessar gersemar niður gestum að kostnaðarlausu og virðist það vera meira metnaðarmál að taka ekki gjald fyrir heimsóknina en að hafa upp á eitthvað að bjóða sem eykur gildi staðarins og verndar hann.Góð fyrirmynd Til er norskt verkefni sem nefnist „Nasjonale turistveger“ sem unnið hefur verið að síðustu tuttugu árin, en þar er aukið við gildi áhugaverðra ferðaleiða. Kynning var á þessu verkefni á vegum Íslandsstofu 30. október 2012 og kom þar fram í máli Trine Kanter Zwerekh að um væri að ræða framúrskarandi fallega náttúru og allt manngert umhverfi skyldi vera í það minnsta jafn gott ef ekki betra. Þetta viðhorf þarf ekki að snúast um aukinn kostnað en sýnir fyrst og fremst hugsunarhátt sem okkur Íslendinga sárlega vantar. Þetta norska verkefni gæti verið góð fyrirmynd fyrir uppbyggingu ferðamanna- og áningarstaða hér á landi. Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum byggingamarkaði og því er mikilvægt að þau verkefni sem fyrirhuguð hafa verið hljóti brautargengi og hlúð sé að þeim af metnaði og fyrirhyggju. Verkefni sem lúta að vexti atvinnugreina eru mikilvæg á tímum sem þessum ásamt verkefnum til að tryggja eðlilegt þjónustustig í landinu. Benda má sérstaklega á að vöxtur í ferðaþjónustu er með þeim hætti að þar er um brýna þörf að ræða og ef ekkert verður að gert verður ímynd landsins fyrir tjóni til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Frá árinu 2008 hefur íslenskur byggingamarkaður gengið í gegnum samdráttarskeið sem ekki á sér hliðstæðu á sögulegum tíma. Samkvæmt skýrslu Samtaka arkitektastofa (áður FSSA) frá haustinu 2010 var um samdrátt að ræða sem reyndist 67% skv. þeim opinberu tölum sem skýrslan byggði á. Á þessu fimm ára tímabili sem nú er liðið frá hruni hefur skapast allnokkur þörf fyrir nýbyggingar sem ekki hefur verið svarað að sama skapi. Íbúðamarkaðurinn er enn í þeirri erfiðu stöðu að lóðarverð er innlyksa hjá skuldsettum sveitarfélögum sem ekki geta lagað sig að núverandi markaðsverði sökum laga um fjárreiður sveitarfélaga. Framleiðslukostnaður á íbúðum miðað við söluverð er enn það hár að ekki hefur myndast hvati til framkvæmda að neinu marki. Til að setja þetta í samhengi má nefna að fleiri íbúðir voru byggðar á ári í kreppunni miklu en það sem hefur átt sér stað undanfarin ár þegar verst lét. Opinber verkefni hafa verið í deiglunni síðustu tvö árin en eru ekki komin á skrið sem skyldi. Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hefur undirstrikað þörfina á uppbyggingu í verkefnum tengdum ferðaþjónustu og þar er mikið verk óunnið og mörg þeirra þess eðlis að vart verður staðið að þeim nema með opinberum hætti. Sterkasta einkenni í ímynd landsins er náttúran og þá staði sem hafa mest aðdráttarafl þarf að passa upp á sem gersemar þjóðarinnar. Opinberir aðilar þurfa að koma að því verkefni, þó ekki væri nema að stefnumörkun þeirra. Meðan ekkert er að gert drabbast þessar gersemar niður gestum að kostnaðarlausu og virðist það vera meira metnaðarmál að taka ekki gjald fyrir heimsóknina en að hafa upp á eitthvað að bjóða sem eykur gildi staðarins og verndar hann.Góð fyrirmynd Til er norskt verkefni sem nefnist „Nasjonale turistveger“ sem unnið hefur verið að síðustu tuttugu árin, en þar er aukið við gildi áhugaverðra ferðaleiða. Kynning var á þessu verkefni á vegum Íslandsstofu 30. október 2012 og kom þar fram í máli Trine Kanter Zwerekh að um væri að ræða framúrskarandi fallega náttúru og allt manngert umhverfi skyldi vera í það minnsta jafn gott ef ekki betra. Þetta viðhorf þarf ekki að snúast um aukinn kostnað en sýnir fyrst og fremst hugsunarhátt sem okkur Íslendinga sárlega vantar. Þetta norska verkefni gæti verið góð fyrirmynd fyrir uppbyggingu ferðamanna- og áningarstaða hér á landi. Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum byggingamarkaði og því er mikilvægt að þau verkefni sem fyrirhuguð hafa verið hljóti brautargengi og hlúð sé að þeim af metnaði og fyrirhyggju. Verkefni sem lúta að vexti atvinnugreina eru mikilvæg á tímum sem þessum ásamt verkefnum til að tryggja eðlilegt þjónustustig í landinu. Benda má sérstaklega á að vöxtur í ferðaþjónustu er með þeim hætti að þar er um brýna þörf að ræða og ef ekkert verður að gert verður ímynd landsins fyrir tjóni til lengri tíma litið.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun