Innlent

Sveppatímabilið komið af stað

Brjánn Jónasson skrifar
Sveppatímabilið hefst á fremur hefðbundnum tíma, enda þarf júlí að vera bæði heitur og blautur til að sveppirnir séu fyrr á ferðinni.
Sveppatímabilið hefst á fremur hefðbundnum tíma, enda þarf júlí að vera bæði heitur og blautur til að sveppirnir séu fyrr á ferðinni. Fréttablaðið/GVA
Áhugamenn um sveppatínslu eru farnir að stika um skóga með hníf og körfu í hendi enda sveppatímabilið hafið víðast hvar á landinu.

„Maður þarf að tína sveppina sem fyrst á meðan þeir eru ungir og ferskir,“ segir Halldór Sverrisson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og sveppaáhugamaður.

„Sveppirnir eru fljótir að skemmast, flugur verpa í þá og þeir verða ókræsilegir ef þeir eru ekki teknir strax. Það er um að gera að vakta þetta og grípa tækifærið þegar þeir koma. Nú ætti fólk að fara að kíkja eftir þessu.

Halldór fór sjálfur í fyrstu ferðina um síðustu helgi, og segir að þó ekki sé komið sérstaklega mikið af sveppum sé þetta allt að koma.

Hann segir ekki flókið að tína sveppi á Íslandi, og engin hætta á ferðum kunni menn einfalda þumalputtareglu við að velja sveppina. „Ef maður týnir bara sveppi sem vaxa nærri trjám og eru með svamp undir hattinum, ekki blöð, þá eru það allt saman ætir og góðir sveppir og engin hætta á að menn séu að borða eitthvað eitrað,“ segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×