Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa María Lilja Þrastardóttir skrifar 23. júlí 2013 06:15 Málefni staðanna verða tekin fyrir á fundi í borgarráði. Sóley tómasdóttir óskar eftir að lögreglustjóri sitji fundinn. Fréttablaðið/stefán Starfsemi kampavínsklúbbanna, sem fjallað hefur verið um undanfarið, verður tekin til skoðunar hjá borgarráði þar sem þeir hafa ekki leyfi til að starfrækja aðra tegund afþreyingar inni á stöðunum en venjulegan barrekstur. „Kampavínsklúbbarnir eru þegar komnir á dagskrá hjá ráðinu og við munum afla upplýsinga um stöðu þeirra. Af umsóknum staðanna um leyfi að dæma hafa þeir bara sótt um hefðbundin vínveitingaleyfi,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Spurður hvort sækja þurfi þá um sérstök leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri segir Dagur að slík leyfi séu ekki gefin út lengur. „Við veitum auðvitað ekki slík leyfi,“ segir hann. Eftir að lögum um nektardansstaði var breytt og slík starfsemi bönnuð tóku hinir svokölluðu kampavínsklúbbar við. Teknar voru út undanþágur fyrir annarri starfsemi líkt og nektardansi. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur óskað sérstaklega eftir því að málefni staðanna verði tekin fyrir á fundi borgarráðs á fimmtudag og fer fram á að Stefán Eiríksson lögreglustjóri sitji þann fund. „Eftir umfjöllun síðustu daga þá finnst mér að við sem borgaryfirvöld, sem höfum verið í fararbroddi í baráttunni gegn nektardansstöðunum allan tímann, fáum lögregluna á okkar fund og fáum að vita hvers hún hefur orðið áskynja,“ segir Sóley sem kveðst vilja getað treyst því að öll starfsemi skemmtistaða sé lögleg. „Við viljum ekki hafa þjónustu hér í borginni sem vekur upp spurningar. Við viljum bara reka hérna skemmtistaði í miðborginni þar sem hægt er að treysta því að allt sé í lagi,“ segir Sóley.Stígamót skora á valdhafaStígamót gleðjast yfir því að borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir gagnrýni og krefjist úttektar á starfsemi tveggja kampavínsklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir í yfirlýsingu frá Stígamótum. Eigendur kampavínsklúbbanna hafa meðal annars kært Björk fyrir meiðyrði vegna ummæla hennar um starfsemi staðanna. Stígamót segja að málsókn á hendur þeim sem dirfist að gagnrýna starfsemi staða sem þessara sé „alþekkt fyrirbæri á heimsvísu og árangursrík leið til þöggunar á því sem þar fer fram. Samtökin skori á valdhafa að skoða vandlega starfsemina. „Við skorum á alla valdhafa þessa lands, ráðherra, þingmenn, borgarstjórn og lögregluyfirvöld, að skoða vandlega hvað fram fer á hinum svokölluðu kampavínsklúbbum og tryggja að konur séu ekki undir nokkrum kringumstæðum seldar á afvikna staði fyrir háar fjárhæðir,“ segja Stígamót. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Starfsemi kampavínsklúbbanna, sem fjallað hefur verið um undanfarið, verður tekin til skoðunar hjá borgarráði þar sem þeir hafa ekki leyfi til að starfrækja aðra tegund afþreyingar inni á stöðunum en venjulegan barrekstur. „Kampavínsklúbbarnir eru þegar komnir á dagskrá hjá ráðinu og við munum afla upplýsinga um stöðu þeirra. Af umsóknum staðanna um leyfi að dæma hafa þeir bara sótt um hefðbundin vínveitingaleyfi,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Spurður hvort sækja þurfi þá um sérstök leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri segir Dagur að slík leyfi séu ekki gefin út lengur. „Við veitum auðvitað ekki slík leyfi,“ segir hann. Eftir að lögum um nektardansstaði var breytt og slík starfsemi bönnuð tóku hinir svokölluðu kampavínsklúbbar við. Teknar voru út undanþágur fyrir annarri starfsemi líkt og nektardansi. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur óskað sérstaklega eftir því að málefni staðanna verði tekin fyrir á fundi borgarráðs á fimmtudag og fer fram á að Stefán Eiríksson lögreglustjóri sitji þann fund. „Eftir umfjöllun síðustu daga þá finnst mér að við sem borgaryfirvöld, sem höfum verið í fararbroddi í baráttunni gegn nektardansstöðunum allan tímann, fáum lögregluna á okkar fund og fáum að vita hvers hún hefur orðið áskynja,“ segir Sóley sem kveðst vilja getað treyst því að öll starfsemi skemmtistaða sé lögleg. „Við viljum ekki hafa þjónustu hér í borginni sem vekur upp spurningar. Við viljum bara reka hérna skemmtistaði í miðborginni þar sem hægt er að treysta því að allt sé í lagi,“ segir Sóley.Stígamót skora á valdhafaStígamót gleðjast yfir því að borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir gagnrýni og krefjist úttektar á starfsemi tveggja kampavínsklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir í yfirlýsingu frá Stígamótum. Eigendur kampavínsklúbbanna hafa meðal annars kært Björk fyrir meiðyrði vegna ummæla hennar um starfsemi staðanna. Stígamót segja að málsókn á hendur þeim sem dirfist að gagnrýna starfsemi staða sem þessara sé „alþekkt fyrirbæri á heimsvísu og árangursrík leið til þöggunar á því sem þar fer fram. Samtökin skori á valdhafa að skoða vandlega starfsemina. „Við skorum á alla valdhafa þessa lands, ráðherra, þingmenn, borgarstjórn og lögregluyfirvöld, að skoða vandlega hvað fram fer á hinum svokölluðu kampavínsklúbbum og tryggja að konur séu ekki undir nokkrum kringumstæðum seldar á afvikna staði fyrir háar fjárhæðir,“ segja Stígamót.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira