Innlent

Heitur pottur í Hinu húsinu

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Hitt húsið eflir hverfisvitund í Breiðholtinu.
Hitt húsið eflir hverfisvitund í Breiðholtinu. Fréttablaðið/GVA
Hitt húsið, tómstundahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára, hrinti nýlega af stað verkefni fyrir ungmenni í Breiðholti.

Verkefnið nefnist Heiti potturinn og er ætlað að efla hverfisvitund, stuðla að jákvæðri ímynd hverfisins og vinna að fjölbreyttu og skemmtilegu samfélag í Breiðholti.

Sérstakur sjóður hefur verið stofnaður með það að markmiði að virkja ungt fólk til uppbyggilegs starfs í nærumhverfi sínu.

Hitt húsið leitar nú eftir hugmyndum að fjölbreyttum og uppbyggilegum verkefnum frá ungu fólki til framkvæmda í Breiðholti á árinu 2013. Veittir verða styrkir til framkvæmda að hámarki 200 þúsund krónur fyrir einstök verkefni.

Sjóðurinn er opinn öllu ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára og þurfa umsækjendur að hafa lögheimili í Breiðholti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×