Erótískar útstillingar blasa við börnunum Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júlí 2013 07:00 Þetta er útsýnið frá frístundaheimilinu. mynd/pjetur Foreldrar barna á frístundaheimilinu Glaðheimum eru óánægðir með aðstöðu barnanna sem er lýst sem gamalli, ljótri og óhentugri. Kristín Helga Káradóttir, móðir drengs í Langholtsskóla, er orðin langþreytt á ástandinu og kallar eftir breytingum. Hún segir sex til níu ára börnin þurfa að ganga um hálfan kílómetra yfir hættulegar umferðargötur. „Það er ekki ásættanlegt að yngstu börn Langholtsskóla þurfi í stórum hópum að ganga í lok dags eftir mikilli umferðargötu, Holtavegi, og fara yfir fjórar götur á leiðinni, Langholtsveg, Efstasund, Skipasund og Sæviðarsund í öllum veðrum,“ segir Kristín. Þegar í Glaðheimum taki ekki betra við. „Krakkarnir leika sér við óhentugar aðstæður í gluggalausum búningsklefum í húsnæði sem hefur ekki verið haldið við árum saman.“ Þá er Kristín óánægð með að erótísk verslun sé beint á móti frístundaheimilinu þar sem gínum í erótískum klæðnaði er gjarnan stillt upp í gluggum.Staðsetningin óheppileg Haraldur Sigurðsson, forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri sem rekur Glaðheima, tekur undir með Kristínu að húsnæðið sé að vissu leyti ekki hentugt. Þá hafi langvarandi fjársvelti orðið þess valdandi að nauðsynlegu viðhaldi hafi verið slegið á frest árum saman. Það standi þó til bóta nú. „Þau mál eru loksins komin í horf. Framkvæmdir eru byrjaðar. Viðhald í húsinu hefur ekki verið gott vegna niðurskurðar og foreldrar eru eðlilega ekki ánægðir með það. Núna er verið að breyta húsnæðinu og aðlaga það starfseminni sem er í húsinu,“ Haraldur tekur undir það að óheppilegt sé að frístundaheimilið sé gegnt erótískri verslun, en hann bendir þó á að verslunareigandinn hafi brugðist við beiðnum um hófstilltari gluggaútstillingar. Haraldur vonast til þess að til lengri tíma verði hægt að færa starfsemina í hentugra húsnæði nær skólanum. „Það er til skoðunar hvort hægt sé að byggja við Langholtsskóla, en það liggur ekkert fyrir í þeim efnum,“ segir hann. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Foreldrar barna á frístundaheimilinu Glaðheimum eru óánægðir með aðstöðu barnanna sem er lýst sem gamalli, ljótri og óhentugri. Kristín Helga Káradóttir, móðir drengs í Langholtsskóla, er orðin langþreytt á ástandinu og kallar eftir breytingum. Hún segir sex til níu ára börnin þurfa að ganga um hálfan kílómetra yfir hættulegar umferðargötur. „Það er ekki ásættanlegt að yngstu börn Langholtsskóla þurfi í stórum hópum að ganga í lok dags eftir mikilli umferðargötu, Holtavegi, og fara yfir fjórar götur á leiðinni, Langholtsveg, Efstasund, Skipasund og Sæviðarsund í öllum veðrum,“ segir Kristín. Þegar í Glaðheimum taki ekki betra við. „Krakkarnir leika sér við óhentugar aðstæður í gluggalausum búningsklefum í húsnæði sem hefur ekki verið haldið við árum saman.“ Þá er Kristín óánægð með að erótísk verslun sé beint á móti frístundaheimilinu þar sem gínum í erótískum klæðnaði er gjarnan stillt upp í gluggum.Staðsetningin óheppileg Haraldur Sigurðsson, forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri sem rekur Glaðheima, tekur undir með Kristínu að húsnæðið sé að vissu leyti ekki hentugt. Þá hafi langvarandi fjársvelti orðið þess valdandi að nauðsynlegu viðhaldi hafi verið slegið á frest árum saman. Það standi þó til bóta nú. „Þau mál eru loksins komin í horf. Framkvæmdir eru byrjaðar. Viðhald í húsinu hefur ekki verið gott vegna niðurskurðar og foreldrar eru eðlilega ekki ánægðir með það. Núna er verið að breyta húsnæðinu og aðlaga það starfseminni sem er í húsinu,“ Haraldur tekur undir það að óheppilegt sé að frístundaheimilið sé gegnt erótískri verslun, en hann bendir þó á að verslunareigandinn hafi brugðist við beiðnum um hófstilltari gluggaútstillingar. Haraldur vonast til þess að til lengri tíma verði hægt að færa starfsemina í hentugra húsnæði nær skólanum. „Það er til skoðunar hvort hægt sé að byggja við Langholtsskóla, en það liggur ekkert fyrir í þeim efnum,“ segir hann.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira