Hafa þungar áhyggjur af offorsi stjórnvalda Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júlí 2013 10:00 Hæstiréttur heimilaði að nota hleruð símtöl sakbornings við lögmenn sem sönnunargögn. Saksóknari hjá Sérstökum saksóknara telur rök LMFÍ hæpin. „Þetta er eitt af því sem hefur komist mikil lausung á á síðustu árum. Þessi helga skylda, sem er sama skylda og gildir um lækna og presta, er komin á mjög mikið flökt.“ Þetta segir Karl Axelsson, stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands um rétt skjólstæðinga lögmanna til trúnaðar í samskipum þeirra á milli. Hann er verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, en Magnús hefur verið ákærður vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Karl hefur verulegar áhyggjur af því að fólk geti ekki lengur treyst því að það sem það segi við lögmenn sína verði ekki borið á torg. „Þetta er einhver helgasti réttur hvers réttarríkis og skiptir máli fyrir alla sakaða menn. Þeir eiga rétt á því að halda uppi vörnum og hluti af því er að þeir hafi málsvara sem þeir geta talað við án þess að þau samskipti séu upplýst fyrir hverjum sem er opinberlega,“ segir Karl. Hæstiréttur úrskurðaði fyrir skemmstu í máli Kaupþingsmanna að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram hleranir af símtölum eins sakborninganna við tvo lögmenn. Hæstiréttur hafnaði því að trúnaður skyldi ríkja um símtölin í ljósi þess að lögmennirnir væru ekki verjendur sakborningsins í eiginlegu dómsmáli. Lögmannafélagið ályktaði vegna málsins þann 25. júní síðastliðinn og telur úrskurðinn hvorki samræmast lögum, stjórnarskrá, né mannréttindasáttmála Evrópu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá Embætti sérstaks saksóknara, gefur lítið fyrir þessar röksemdir Lögmannafélagsins. „Dómstólar eru sammála okkur og það gildir umfram það sem Lögmannafélagið segir. Þetta er bara rangt,“ segir Björn. „Hann talaði ekki við þá sem sína lögmenn, þar skilur á milli,“ segir hann um sakborninginn. Björn telur rök Lögmannafélagsins um trúnaðarskyldu lögmanna varhugaverð. „Ég get bara sagt það hreint út að það er hætt við að lögmannsstofur verði bara skálkaskjól ef það yrði fallist á öll þessi rök. Að allt sem sé inni á lögmannsstofum sé ósnertanlegt gengur ekki,“ segir Björn.„Stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum óhóflega"Í nýútgefinni meistararitgerð frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að „stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum ósparlega og óhóflega án þess að nauðsynlegu eftirliti þar með sé sinnt sem skyldi.“ Eftirlit með símhlerunum sé ekki sem skyldi, meðalshófs ekki gætt við húsleitir og og réttarvernd víða í ólestri. Sigurgeir Bárðarson, höfundur ritgerðarinnar, segir „gengið fram úr öllu hófi gegn friðhelgi einkalífs.“ Það sé þess valdandi að fólk kunni að veigra sér að leita lögfræðiráðgjafar „Þannig má ímynda sér að ráðleggingar lögmanns hefðu í einhverjum tilvikum getað komið í veg fyrir afbrot. Það má því segja að reglan um þagnarskyldu lögmanna stuðli að vissu leyti að löghlýðni borgaranna,“ segir Sigurgeir. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
„Þetta er eitt af því sem hefur komist mikil lausung á á síðustu árum. Þessi helga skylda, sem er sama skylda og gildir um lækna og presta, er komin á mjög mikið flökt.“ Þetta segir Karl Axelsson, stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands um rétt skjólstæðinga lögmanna til trúnaðar í samskipum þeirra á milli. Hann er verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, en Magnús hefur verið ákærður vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Karl hefur verulegar áhyggjur af því að fólk geti ekki lengur treyst því að það sem það segi við lögmenn sína verði ekki borið á torg. „Þetta er einhver helgasti réttur hvers réttarríkis og skiptir máli fyrir alla sakaða menn. Þeir eiga rétt á því að halda uppi vörnum og hluti af því er að þeir hafi málsvara sem þeir geta talað við án þess að þau samskipti séu upplýst fyrir hverjum sem er opinberlega,“ segir Karl. Hæstiréttur úrskurðaði fyrir skemmstu í máli Kaupþingsmanna að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram hleranir af símtölum eins sakborninganna við tvo lögmenn. Hæstiréttur hafnaði því að trúnaður skyldi ríkja um símtölin í ljósi þess að lögmennirnir væru ekki verjendur sakborningsins í eiginlegu dómsmáli. Lögmannafélagið ályktaði vegna málsins þann 25. júní síðastliðinn og telur úrskurðinn hvorki samræmast lögum, stjórnarskrá, né mannréttindasáttmála Evrópu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá Embætti sérstaks saksóknara, gefur lítið fyrir þessar röksemdir Lögmannafélagsins. „Dómstólar eru sammála okkur og það gildir umfram það sem Lögmannafélagið segir. Þetta er bara rangt,“ segir Björn. „Hann talaði ekki við þá sem sína lögmenn, þar skilur á milli,“ segir hann um sakborninginn. Björn telur rök Lögmannafélagsins um trúnaðarskyldu lögmanna varhugaverð. „Ég get bara sagt það hreint út að það er hætt við að lögmannsstofur verði bara skálkaskjól ef það yrði fallist á öll þessi rök. Að allt sem sé inni á lögmannsstofum sé ósnertanlegt gengur ekki,“ segir Björn.„Stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum óhóflega"Í nýútgefinni meistararitgerð frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að „stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum ósparlega og óhóflega án þess að nauðsynlegu eftirliti þar með sé sinnt sem skyldi.“ Eftirlit með símhlerunum sé ekki sem skyldi, meðalshófs ekki gætt við húsleitir og og réttarvernd víða í ólestri. Sigurgeir Bárðarson, höfundur ritgerðarinnar, segir „gengið fram úr öllu hófi gegn friðhelgi einkalífs.“ Það sé þess valdandi að fólk kunni að veigra sér að leita lögfræðiráðgjafar „Þannig má ímynda sér að ráðleggingar lögmanns hefðu í einhverjum tilvikum getað komið í veg fyrir afbrot. Það má því segja að reglan um þagnarskyldu lögmanna stuðli að vissu leyti að löghlýðni borgaranna,“ segir Sigurgeir.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“