Innlent

Fá ekki St. Jósefsspítala gefins

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Unnið að brottflutning Landspítalans úr St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í nóvember 2011. Byggingarnar standa enn auðar.
Unnið að brottflutning Landspítalans úr St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í nóvember 2011. Byggingarnar standa enn auðar. Fréttablaðið/Pjetur
Velferðarráðuneytið hefur hafnað ósk Hafnarfjarðarbæjar um að afhenda bænum endurgjaldslaust 85 prósent eignarhluti ríkisins í St. Jósefsspítala og í Suðurgötu 44. Fasteignamat húsanna er samtals 426 milljónir.

St. Jósefspítali hefur staðið auður síðan sjúkrahússtarfsemi var lögð þar af fyrr um einu og hálfu ári. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hafa nefnt að nýta bæri fasteignirnar fyrir nærsamfélagið í Hafnarfirði.

„Við lögðum fyrir ráðuneytið ýmsar hugmyndir um menningastarfsemi sem gæti verið í húsinu. Forsendan var og er að ríkið afsalaði sér sínum hluta líkt og það hefur gert á Ísafirði og víðar við svipaðar aðstæður,“ segir Gunnar sem kveður Hafnarfjörð ekki í sérstakri þörf fyrir aukið húsnæði.

„Við fögnum við því að fá skýrt svar en nú er boltinn hjá ríkinu sem þarf að svara því hvort húsið verði sett í almenna sölu eða hvort ríkið hyggst nýta það á einhvern hátt. Það gengur ekki að þessar byggingar standi auðar áfram og grotni niður,“ segir formaður bæjarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×