Innlent

Sjómaðurinn illa haldinn

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson var talsvert langt frá landi þegar sjómaður slasaðist um borð.
Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson var talsvert langt frá landi þegar sjómaður slasaðist um borð. Fréttablaðið/GVA
„Maðurinn er nú á Landspítalanum og talsvert illa haldinn með slæma bakáverka,“ sagði Auðunn F. Kristinsson frá Landhelgisgæslunni í samtali við Fréttablaðið í dag.

Íslenskur sjómaður slasaðist um borð í hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á siglingu austan við landið. Sjómaðurinn var að vinna á dekki þegar hann slasaðist.

Þyrlur Landhelgisgæslu Íslands voru kallaðar út um klukkan hálfátta í gærmorgun og flutti ein þyrlan sjómanninn til Egilsstaða þar sem sjúkraflugvél tók við honum og flutti hann til Reykjavíkur.

Maðurinn lenti ekki í Reykjavík fyrr en sex tímum eftir að aðstoð barst frá skipinu, þar sem skipið var talsvert langt frá landi er slysið varð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×