Innlent

Látnir svara fyrir óráðsíu

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson, starfandi fjármálaráðherra, segist taka undir með Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, um að ráðherrar skuli krafðir svara þegar stofnanir undir ráðuneyti þeirra fari fram úr fjárheimildum.

Illugi segir þetta sérstaklega viðeigandi í þeim tilfellum þegar forstöðumenn hafi gert tillögur um niðurskurð en fái ekki leyfi ráðherra til að hrinda þeim í framkvæmd. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að átta stofnanir hafi farið ítrekað fram úr heimildum á meðan ráðherrar hafi séð í gegnum fingur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×