Innlent

Stal handtösku og fékk dóm

Nanna Jakobsdóttir skrifar
Glæpurinn átti sér stað í verslun á Akureyri
Glæpurinn átti sér stað í verslun á Akureyri
Tuttugu og átta ára kona var síðastliðinn föstudag sakfelld fyrir þjófnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Stal konan handtösku að verðmæti 14.999 krónum úr versluninni Ice in a bucket á Glerártorgi. Neitaði konan sök í málinu og sagðist hún ekki vita hvernig taskan endaði í fórum hennar.

Upptökur úr eftirlitsmyndavél í versluninni og skýr framburður lögreglumannsins sem tók skýrslu af henni var talið nægilegt til þess að sanna sekt hennar. Fékk hún 30 daga skilorðsbundna fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×