Innlent

Lögreglan verði betur sýnileg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ökutækjum er lagt á göngustíga og gangstéttar í Hveragerði.
Ökutækjum er lagt á göngustíga og gangstéttar í Hveragerði. Fréttablaðið/Vilhelm
Svo rammt kveður að hraðakstri og stöðubrotum í Hveragerði að bæjarráðið þar telur þörf á sérstöku átaki. Ökutækjum er lagt ranglega bæði uppi á gangstéttum og göngustígum.



„Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Sýslumanninn á Selfossi að sýnileiki lögreglu í bæjarfélaginu verði meiri en nú er,“ segir í bókun bæjarráðsins, sem vísar sérstaklega á tiltekna staði í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×