Innlent

Vöruhönnuður hlaut iPad að gjöf

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhendir Guðnýju Pálsdóttur vöruhönnuði iPad að gjöf. Fréttablaðið/Arnþór
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhendir Guðnýju Pálsdóttur vöruhönnuði iPad að gjöf. Fréttablaðið/Arnþór
Guðný Pálsdóttir, vinningshafi Facebook-leiks Fréttablaðsins, er ein af þeim rúmlega tíu þúsund manns sem líkar við Facebook-síðu Fréttablaðsins.

Guðný var dregin úr pottinum og hlaut fyrir vikið iPad að gjöf. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhenti Guðnýju gripinn í gær.

Guðný var að vonum ánægð með vinninginn. „Ég er nýútskrifaður vöruhönnuður þannig að iPad-inn mun nýtast mér vel. Ég hef heldur aldrei átt iPad áður svo að ég er spennt að prófa,“ útskýrir Guðný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×