Aðeins 5 af 56 verslunum merkja allar efnavörur rétt Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 11. júlí 2013 12:00 Verslanir Bónuss komu almennt best út úr könnuninni. Fimm verslanir af 56 höfðu allar efnavörur rétt merktar þegar Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gerðu könnun á merkingum efnavara í matvöruverslunum og stórmörkuðum frá nóvember 2011 til júní 2012. Alls reyndust 355 af 3.915 þeirra efnavara sem skoðaðar voru vanmerktar. 91 prósent varanna var því rétt merkt á íslensku. Haukur Magnússon, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að upplýsingunum sé hins vegar ekki alltaf komið almennilega til skila og það sé ákveðið vandamál. „Þótt merkingarnar séu réttar er ekki alltaf vandað til verka. Aðrar upplýsingar á umbúðunum sem neytandinn þarf á að halda lenda þá undir merkingunni, eins og til dæmis notkunarleiðbeiningar. Það skiptir máli fyrir neytandann að allar upplýsingar séu réttar og þeim komið almennilega til skila en ekki límdar með tilviljanakenndum hætti á umbúðir.“ Nokkrar þeirra verslana sem verst komu út eiga það sameiginlegt að leggja megináherslu á innfluttar vörur. Flestar vanmerktar vörur og jafnframt hæsta hlutfall vanmerktra vara var að finna hjá Europris í Kópavogi eða 59 prósent. Á eftir komu Samkaup og 11-11 með 29 prósent.Haukur magnússon, sérfræðingur hjá umhverfisstofnunVerslanir Bónuss komu almennt best út úr könnuninni en hæsta hlutfall vanmerktra vara þar var 8 prósent. Af þeim átta verslunum keðjunnar sem kannaðar voru var enga vanmerkta vöru að finna í þremur. Krónan og Víðir komu einnig vel út úr könnuninni. Hjá Víði var hlutfallið 6 prósent en 4 prósent hjá Krónunni. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um könnunina er tekið fram að hún hafi beinst að einstökum verslunum en ekki innflytjendunum sem bera ábyrgð á að vörur fari með réttum merkingum í verslanirnar. Af niðurstöðunum hafi þó mátt greina að umsvifamestu innflytjendurnir, sem dreifa vörum í margar verslanir, komu yfirleitt vel út. Innlendar vörur komu líka vel út þótt stundum hafi einhverju verið ábótavant. Til dæmis hafi vantað áþreifanlega viðvörun og öryggislok. Haukur segir menn í raun ekki hafa vitað við hverju þeir ættu að búast. „Það eru rúm 10 ár síðan svipuð könnun var gerð í matvöruverslunum og stórmörkuðum en við höfum reglulega fengið niðurstöður úr eftirliti heilbrigðisfulltrúa.“ Mörg þeirra brota sem koma í ljós við eftirlit eru ítrekuð. Á sumum stöðum virðist vanta að komið sé á skýru verklagi um að tryggja að merkingar verði réttar þar sem sömu atriðin eru jafnan í ólagi. Oft eru það sömu vörurnar sem eru alltaf vanmerktar þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, að því er segir í skýrslunni. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Fimm verslanir af 56 höfðu allar efnavörur rétt merktar þegar Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gerðu könnun á merkingum efnavara í matvöruverslunum og stórmörkuðum frá nóvember 2011 til júní 2012. Alls reyndust 355 af 3.915 þeirra efnavara sem skoðaðar voru vanmerktar. 91 prósent varanna var því rétt merkt á íslensku. Haukur Magnússon, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að upplýsingunum sé hins vegar ekki alltaf komið almennilega til skila og það sé ákveðið vandamál. „Þótt merkingarnar séu réttar er ekki alltaf vandað til verka. Aðrar upplýsingar á umbúðunum sem neytandinn þarf á að halda lenda þá undir merkingunni, eins og til dæmis notkunarleiðbeiningar. Það skiptir máli fyrir neytandann að allar upplýsingar séu réttar og þeim komið almennilega til skila en ekki límdar með tilviljanakenndum hætti á umbúðir.“ Nokkrar þeirra verslana sem verst komu út eiga það sameiginlegt að leggja megináherslu á innfluttar vörur. Flestar vanmerktar vörur og jafnframt hæsta hlutfall vanmerktra vara var að finna hjá Europris í Kópavogi eða 59 prósent. Á eftir komu Samkaup og 11-11 með 29 prósent.Haukur magnússon, sérfræðingur hjá umhverfisstofnunVerslanir Bónuss komu almennt best út úr könnuninni en hæsta hlutfall vanmerktra vara þar var 8 prósent. Af þeim átta verslunum keðjunnar sem kannaðar voru var enga vanmerkta vöru að finna í þremur. Krónan og Víðir komu einnig vel út úr könnuninni. Hjá Víði var hlutfallið 6 prósent en 4 prósent hjá Krónunni. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um könnunina er tekið fram að hún hafi beinst að einstökum verslunum en ekki innflytjendunum sem bera ábyrgð á að vörur fari með réttum merkingum í verslanirnar. Af niðurstöðunum hafi þó mátt greina að umsvifamestu innflytjendurnir, sem dreifa vörum í margar verslanir, komu yfirleitt vel út. Innlendar vörur komu líka vel út þótt stundum hafi einhverju verið ábótavant. Til dæmis hafi vantað áþreifanlega viðvörun og öryggislok. Haukur segir menn í raun ekki hafa vitað við hverju þeir ættu að búast. „Það eru rúm 10 ár síðan svipuð könnun var gerð í matvöruverslunum og stórmörkuðum en við höfum reglulega fengið niðurstöður úr eftirliti heilbrigðisfulltrúa.“ Mörg þeirra brota sem koma í ljós við eftirlit eru ítrekuð. Á sumum stöðum virðist vanta að komið sé á skýru verklagi um að tryggja að merkingar verði réttar þar sem sömu atriðin eru jafnan í ólagi. Oft eru það sömu vörurnar sem eru alltaf vanmerktar þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, að því er segir í skýrslunni.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira