Innlent

Farþegafjöldinn á við alla íbúa Selfoss

Brjánn Jónasson skrifar
Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse lagði að bryggju um hádegi í gær. Þokubakki sem lá yfir bryggjunni lagðist snyrtilega yfir skipið fljótlega eftir að það lagði að bryggju, eins og risavaxið skipið hefði sitt eigið veðurkerfi.
Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse lagði að bryggju um hádegi í gær. Þokubakki sem lá yfir bryggjunni lagðist snyrtilega yfir skipið fljótlega eftir að það lagði að bryggju, eins og risavaxið skipið hefði sitt eigið veðurkerfi. Fréttablaðið/Pjetur
Fimm skemmtiferðaskip voru í höfn á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fleiri hafa þau ekki verið á einum degi það sem af er sumri, og verða ekki fleiri ef marka má dagskrá Faxaflóahafna.

Um borð í skipunum fimm eru ríflega 6.600 farþegar og um 2.800 í áhöfn. Farþegarnir eru álíka margir og íbúar Selfoss. Stór hluti farþeganna fer í rútuferðir á meðan skipin eru í höfn, gjarnan gullna hringinn en Bláa lónið, Hengillinn og aðrir minna sóttir staðir heilla líka.

Erfitt er að slá á hversu hárri upphæð farþegar skemmtiferðaskipa eyða hér á landi. Rannsókn frá árinu 2010 sýndi að ferðamenn í dagsferðum eyddu þá að meðaltali um 12.500 krónum. Samkvæmt því eyddu ferðamennirnir um 82 milljónum í gær. Obbinn af því fer í rútur og aðra fararskjóta, en lítið verður eftir í vasa kaupmanna og verta í miðborginni.

Grafík/Jónas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×