Semja við Breta um arnfirskt hafkalk Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. júlí 2013 06:30 Jörundur Garðarsson bindur fæðubótina í töflur í gamla Landsbankahúsinu á Bíldudal. Fyrirtækið Hafkalk á Bíldudal, sem framleiðir fæðubótaefni úr kalkþörungum, er við það að ná samningum við bresk fyrirtæki um útflutning og dreifingu á fæðubótarefnum á Bretlandi. Jörundur Garðarsson, stofnandi fyrirtækisins, segist vonast til þess að hægt verði að hefja útflutning á næstu mánuðum. Á síðasta ári seldi Hafkalk um 50 þúsund box hér innanlands en ef samningar nást við Breta er hugsanlegt að umfangið jafnvel fjórfaldist, segir hann. Tveir starfa í fyrirtækinu ásamt Jörundi, en hann segir að ef hafist verður handa við útflutning þurfi vissulega að bæta við vinnandi höndum. Auk þess að framleiða fæðubótarefnið Hafkalk, sem styrkir aðallega brjósk og bein, býður fyrirtækið upp á töflur sem hjálpa fólki að slaka á, og töflur sem eru ríkar af Omega þrjú-fitusýrum. Kalkþörungaverksmiðja tók til starfa á Bíldudal árið 2007 og sá Jörundur tækifærin samfara því. Hann kom Hafkalki á koppinn árið 2009. Fyrirtækið er einnig söluaðili hér innanlands fyrir steinefnafóður og jarðvegsbætiefni sem framleitt er í verksmiðjunni. Meðal fyrstu kúnna til að kaupa steinefnafóður var Jónatan Magnússon, bóndi á Hóli í Önundarfirði. Hann segir efnið mikilvægt heilsufari kúa. „Ég lenti í því að steinefnafóðrið kláraðist hjá mér og það leið ekki nema vika þar til kýrnar voru komnar með doða og voru ósköp ólíkar sjálfum sér,“ segir hann. Hann segir einnig að steinefnafóðrið jafni sýrustig í vömb og að það auki prótein í mjólk. „Ef við einföldum þetta þá má segja að þetta slái á nábítinn hjá þeim,“ segir hann kankvís. Jörundur segir að hann hafi reynt að selja knattspyrnufélögum jarðvegsbætiefnið þar sem það hindrar mosavöxt og geri grasi gott. „En það virðist vera erfitt að breyta einhverri hefð í þeim efnum, hins vegar hafa nokkur sveitarfélög notað þetta á sína garða og tún með góðum árangri,“ segir hann. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fyrirtækið Hafkalk á Bíldudal, sem framleiðir fæðubótaefni úr kalkþörungum, er við það að ná samningum við bresk fyrirtæki um útflutning og dreifingu á fæðubótarefnum á Bretlandi. Jörundur Garðarsson, stofnandi fyrirtækisins, segist vonast til þess að hægt verði að hefja útflutning á næstu mánuðum. Á síðasta ári seldi Hafkalk um 50 þúsund box hér innanlands en ef samningar nást við Breta er hugsanlegt að umfangið jafnvel fjórfaldist, segir hann. Tveir starfa í fyrirtækinu ásamt Jörundi, en hann segir að ef hafist verður handa við útflutning þurfi vissulega að bæta við vinnandi höndum. Auk þess að framleiða fæðubótarefnið Hafkalk, sem styrkir aðallega brjósk og bein, býður fyrirtækið upp á töflur sem hjálpa fólki að slaka á, og töflur sem eru ríkar af Omega þrjú-fitusýrum. Kalkþörungaverksmiðja tók til starfa á Bíldudal árið 2007 og sá Jörundur tækifærin samfara því. Hann kom Hafkalki á koppinn árið 2009. Fyrirtækið er einnig söluaðili hér innanlands fyrir steinefnafóður og jarðvegsbætiefni sem framleitt er í verksmiðjunni. Meðal fyrstu kúnna til að kaupa steinefnafóður var Jónatan Magnússon, bóndi á Hóli í Önundarfirði. Hann segir efnið mikilvægt heilsufari kúa. „Ég lenti í því að steinefnafóðrið kláraðist hjá mér og það leið ekki nema vika þar til kýrnar voru komnar með doða og voru ósköp ólíkar sjálfum sér,“ segir hann. Hann segir einnig að steinefnafóðrið jafni sýrustig í vömb og að það auki prótein í mjólk. „Ef við einföldum þetta þá má segja að þetta slái á nábítinn hjá þeim,“ segir hann kankvís. Jörundur segir að hann hafi reynt að selja knattspyrnufélögum jarðvegsbætiefnið þar sem það hindrar mosavöxt og geri grasi gott. „En það virðist vera erfitt að breyta einhverri hefð í þeim efnum, hins vegar hafa nokkur sveitarfélög notað þetta á sína garða og tún með góðum árangri,“ segir hann.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira