Ræktar vindlatóbak og perur á Þingeyri Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. júlí 2013 23:00 Ásgerður Soffía með tóbaksplöntu. Hver veit nema hægt verði að vefja Havana-Þingeyrarvindla á næstu Dýrafjarðardögum. Mynd/Gísli Hjálmarsson Ræktun sem hingað til hefur ekki þekkst svo nokkru nemi hér nálægt norðurheimskauti virðist ætla að ná að vaxa og dafna á Þingeyri. Þar eru til dæmis tóbaksplöntur sem teygja sig sífellt nær lofti heima hjá Ásgerði Soffíu Nönnudóttur. „Þetta er nú bara Havana Golden-planta svo það er aldrei að vita nema ég geti boðið upp á Havana-Þingeyrarvindla á næstu Dýrafjarðadögum,“ segir Ásgerður Soffía og hlær við, en Dýrafjarðardagar fóru einmitt fram um síðustu helgi. Það hefur verið frekar svalt fyrir vestan í sumar svo hún hefur ekki farið með Havana-plöntuna út en í garðinum er hún með kirsuberjatré, plómutré, eplatré, perutré og hin ýmsu hnetutré. Þar að auki hefur tré af gerðinni Giant sequoias fest rætur í garðinum en slík tré geta náð hátt í hundrað metra hæð, þó ólíklegt sé að slík reisn verði yfir því í Dýrafirðinum. „Við bjuggum nokkur ár í Noregi og þar var okkur sagt að þar hafi verið ræktað tóbak á stríðsárunum,“ segir Ásgerður Soffía. „Svo ég hugsaði með mér að ef hægt er að rækta þetta í Noregi þá er það örugglega hægt á Íslandi líka.“ Og svo virðist vera því laufin eru um tíu til tuttugu sentímetra löng. Ásgerður segir að eiginmaður sinn, Gísli Hjálmarsson, hafi og eggjað hana til tóbaksræktunar enda tilhugsunin um Dýrafjarðar-Havana-vindla afar spennandi. „Það verður eflaust hægt að byrja að þurrka þetta með haustinu en ég læt karlinn alveg um það,“ segir Ásgerður Soffía. Þó trén séu mörg í garðinum og af ýmsum gerðum eru fæst þeirra farin að bera ávöxt. „Þetta getur tekið nokkur ár og ég er frekar nýbyrjuð,“ segir hún. „Hins vegar kemur alltaf á kirsuberjatrén en ég læt fuglunum það eftir að tína af þeim,“ segir hún. Ásgerður Soffía er ekki eini tóbaksræktandinn á landinu því á fréttavefnum Feyki segir frá Svani Elíassyni sem hóf tóbaksræktun þar sem honum blöskraði verðið á tóbaki. Þær plöntur dafna nú vel undir berum himni á Hvammstanga. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ræktun sem hingað til hefur ekki þekkst svo nokkru nemi hér nálægt norðurheimskauti virðist ætla að ná að vaxa og dafna á Þingeyri. Þar eru til dæmis tóbaksplöntur sem teygja sig sífellt nær lofti heima hjá Ásgerði Soffíu Nönnudóttur. „Þetta er nú bara Havana Golden-planta svo það er aldrei að vita nema ég geti boðið upp á Havana-Þingeyrarvindla á næstu Dýrafjarðadögum,“ segir Ásgerður Soffía og hlær við, en Dýrafjarðardagar fóru einmitt fram um síðustu helgi. Það hefur verið frekar svalt fyrir vestan í sumar svo hún hefur ekki farið með Havana-plöntuna út en í garðinum er hún með kirsuberjatré, plómutré, eplatré, perutré og hin ýmsu hnetutré. Þar að auki hefur tré af gerðinni Giant sequoias fest rætur í garðinum en slík tré geta náð hátt í hundrað metra hæð, þó ólíklegt sé að slík reisn verði yfir því í Dýrafirðinum. „Við bjuggum nokkur ár í Noregi og þar var okkur sagt að þar hafi verið ræktað tóbak á stríðsárunum,“ segir Ásgerður Soffía. „Svo ég hugsaði með mér að ef hægt er að rækta þetta í Noregi þá er það örugglega hægt á Íslandi líka.“ Og svo virðist vera því laufin eru um tíu til tuttugu sentímetra löng. Ásgerður segir að eiginmaður sinn, Gísli Hjálmarsson, hafi og eggjað hana til tóbaksræktunar enda tilhugsunin um Dýrafjarðar-Havana-vindla afar spennandi. „Það verður eflaust hægt að byrja að þurrka þetta með haustinu en ég læt karlinn alveg um það,“ segir Ásgerður Soffía. Þó trén séu mörg í garðinum og af ýmsum gerðum eru fæst þeirra farin að bera ávöxt. „Þetta getur tekið nokkur ár og ég er frekar nýbyrjuð,“ segir hún. „Hins vegar kemur alltaf á kirsuberjatrén en ég læt fuglunum það eftir að tína af þeim,“ segir hún. Ásgerður Soffía er ekki eini tóbaksræktandinn á landinu því á fréttavefnum Feyki segir frá Svani Elíassyni sem hóf tóbaksræktun þar sem honum blöskraði verðið á tóbaki. Þær plöntur dafna nú vel undir berum himni á Hvammstanga.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira