Engin hollusta á sjúkrahúsunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. júlí 2013 22:47 Af um áttatíu vörutegundum eru þrjár sem talist geta holl fæða. Næringarfræðingur segir ómögulegt að nálgast hollan mat innan veggja sjúkrahúsa landsins. Sjúklingar, bæði þeir sem lagðir eru inn og þeir sem eru með minniháttar áverka, sem vilja hugsa um heilsuna hafi ekki tækifæri til þess að næra sig sómasamlega. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir þetta skjóta skökku við. „Almennt, bæði á sjúkrahúsum og eins til dæmis í skólum, finnst mér þetta vera ljót markaðssetning, að hafa sjálfsala aðeins með óhollustu fyrir börn og sjúklinga. Það ætti auðvitað frekar að vera hollusta í boði. Það er næstum því jafnsorglegt og að sjá reykingamenn reykja fyrir utan spítala.“Fann bara súkkulaði og gos Hann segist sjálfur hafa reynslu af því að erfitt sé að nálgast hollustu á sjúkrahúsinu sé biðin löng. „Ég var uppi á bráðamóttöku um daginn og þurfti að bíða. Það var mikið að gera eins og gengur. Svo varð ég svangur og fór að leita að mat en fann aðeins súkkulaði og gos.“ Að hans mati er þetta einkennilegt fyrirkomulag sem verði að vekja athygli á. Hann segir sér umhugað um heilsuna og að hann hafi viljað borða hollan mat en aðstæður hafi ekki boðið upp á það. „Bæði sjálfsalafyrirtækin og sjúkrahúsin bera ábyrgð á þessu. Stjórnendur spítalanna hljóta að bera ábyrgð á því hver selur vörurnar sínar á spítölunum. Ef þeir geta það ekki verður æðsti maður heilbrigðismála á Íslandi, velferðarráðherra, að setja reglur um þetta.“Geir Gunnar MarkússonEngin umræða um framboðið „Spítalinn hefur ekki sett nein skilyrði um hvað er til sölu í verslunum spítalans eða sjálfsölum. Það hefur engin umræða verið uppi það,“ segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans. Hann bendir á að spítalinn reki mötuneyti sem öllum er velkomið að nýta sér. Það sé þó ekki opið allan sólarhringinn þar sem það lokar á kvöldin. „Kvennadeild Rauða krossins rekur sjálfsalana og er með veitingasölu, þar sem er sælgæti og gos sem er jú ekki hollt en mér skilst að þar sé líka að fá samlokur og bakka.“ Hann segir langt síðan hann athugaði hvað í boði væri. „Þetta er alfarið á könnu líknarfélaganna.“ Veitingasala Kvennadeildar Rauða krossins er opin frá 10-16 alla virka daga og skemur um helgar eða milli 14 og 16. „Á kvöldin er ekkert nema þessir sjálfsalar,“ segir Ingólfur. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Næringarfræðingur segir ómögulegt að nálgast hollan mat innan veggja sjúkrahúsa landsins. Sjúklingar, bæði þeir sem lagðir eru inn og þeir sem eru með minniháttar áverka, sem vilja hugsa um heilsuna hafi ekki tækifæri til þess að næra sig sómasamlega. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir þetta skjóta skökku við. „Almennt, bæði á sjúkrahúsum og eins til dæmis í skólum, finnst mér þetta vera ljót markaðssetning, að hafa sjálfsala aðeins með óhollustu fyrir börn og sjúklinga. Það ætti auðvitað frekar að vera hollusta í boði. Það er næstum því jafnsorglegt og að sjá reykingamenn reykja fyrir utan spítala.“Fann bara súkkulaði og gos Hann segist sjálfur hafa reynslu af því að erfitt sé að nálgast hollustu á sjúkrahúsinu sé biðin löng. „Ég var uppi á bráðamóttöku um daginn og þurfti að bíða. Það var mikið að gera eins og gengur. Svo varð ég svangur og fór að leita að mat en fann aðeins súkkulaði og gos.“ Að hans mati er þetta einkennilegt fyrirkomulag sem verði að vekja athygli á. Hann segir sér umhugað um heilsuna og að hann hafi viljað borða hollan mat en aðstæður hafi ekki boðið upp á það. „Bæði sjálfsalafyrirtækin og sjúkrahúsin bera ábyrgð á þessu. Stjórnendur spítalanna hljóta að bera ábyrgð á því hver selur vörurnar sínar á spítölunum. Ef þeir geta það ekki verður æðsti maður heilbrigðismála á Íslandi, velferðarráðherra, að setja reglur um þetta.“Geir Gunnar MarkússonEngin umræða um framboðið „Spítalinn hefur ekki sett nein skilyrði um hvað er til sölu í verslunum spítalans eða sjálfsölum. Það hefur engin umræða verið uppi það,“ segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans. Hann bendir á að spítalinn reki mötuneyti sem öllum er velkomið að nýta sér. Það sé þó ekki opið allan sólarhringinn þar sem það lokar á kvöldin. „Kvennadeild Rauða krossins rekur sjálfsalana og er með veitingasölu, þar sem er sælgæti og gos sem er jú ekki hollt en mér skilst að þar sé líka að fá samlokur og bakka.“ Hann segir langt síðan hann athugaði hvað í boði væri. „Þetta er alfarið á könnu líknarfélaganna.“ Veitingasala Kvennadeildar Rauða krossins er opin frá 10-16 alla virka daga og skemur um helgar eða milli 14 og 16. „Á kvöldin er ekkert nema þessir sjálfsalar,“ segir Ingólfur.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira