Anna Claessen lifir drauminn í Hollywood Hanna Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2013 08:00 Anna Claessen ásamt eiginmanni sínum Dan Zerin. Saman mynda þau hljómsveitina Anna and the Bells. Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Sjá meira
Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Sjá meira