Hef enn trú á liðinu okkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2013 06:00 Sigurður Ragnar er ekki með neinn uppgjafartón þó svo að það hafi gefið á bátinn hjá kvennalandsliðinu upp á síðkastið.fréttablaðið/daníel vísir/stefán „Við spiluðum fínan varnarleik en við sköpuðum ekki mikið í sókninni. Varnarleikurinn var betri en oft áður og agaður. Það var jákvætt en við vorum mikið í eltingarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, eftir 2-0 tapið gegn Dönum í Viborg í gær. Næsta verkefni hjá landsliðsþjálfaranum er að velja 23 manna hóp fyrir EM sem hefst 11. júlí. Sigurður segist nánast vera búinn að velja hópinn en að hann sé enn að velta einu sæti fyrir sér. Gengi liðsins í ár hefur verið lélegt. Einn sigur, sex töp og markatalan 7-18. „Við tókum þá ákvörðun að mæta sterkum liðum í undirbúningnum. Við áttum samt von á því að standa okkur betur en þetta. Okkur hefur tekist að vinna þessi lið á síðustu árum. Ég varð fyrir vonbrigðum með formið á leikmönnum fyrr í ár og svo höfum við verið að missa menn í meiðsli. Það hefur eðlilega haft áhrif á undirbúninginn hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. „Ég hef enn trú á liðinu okkar. Við höfum mætt Noregi oft á síðustu árum og við getum unnið þær. Sama með Holland en róðurinn verður þungur gegn Þjóðverjum. Möguleiki okkar á EM liggur í leikjunum gegn Noregi og Hollandi.“ Hefur þjálfarinn ekkert áhyggjur af sjálfstrausti leikmanna eftir þetta slaka gengi í ár? „Þetta gengi getur eðlilega haft áhrif á sjálfstraustið. Það má kannski deila um hvort það hafi verið rétt að velja svona sterka andstæðinga í undirbúningnum en það var sú leið sem við völdum að fara og við verðum að standa með því. Vináttuleikir blekkja líka svolítið því þá er verið að skoða leikmenn og skipta meira en gengur og gerist. Auðvitað hefðum við samt viljað gera betur og koma með meira sjálfstraust í mótið. Það er nýtt fyrir liðið að lenda í mótlæti eins og núna og það verður þá að koma í ljós úr hverju liðið er gert. Ég bíð spenntur eftir því að sjá það.“ Þjálfarinn verður kominn með allan hópinn þann 2. júlí og þá verður farið að vinna í taktík og öðru sem þarf að skerpa á. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni sem bíður okkar og við verðum að einblína á það en ekki gengið í síðustu leikjum. Þar kemur nýtt tækifæri og við verðum að mæta ákveðnar til leiks. Það er ekkert annað í boði.“ Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira
„Við spiluðum fínan varnarleik en við sköpuðum ekki mikið í sókninni. Varnarleikurinn var betri en oft áður og agaður. Það var jákvætt en við vorum mikið í eltingarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, eftir 2-0 tapið gegn Dönum í Viborg í gær. Næsta verkefni hjá landsliðsþjálfaranum er að velja 23 manna hóp fyrir EM sem hefst 11. júlí. Sigurður segist nánast vera búinn að velja hópinn en að hann sé enn að velta einu sæti fyrir sér. Gengi liðsins í ár hefur verið lélegt. Einn sigur, sex töp og markatalan 7-18. „Við tókum þá ákvörðun að mæta sterkum liðum í undirbúningnum. Við áttum samt von á því að standa okkur betur en þetta. Okkur hefur tekist að vinna þessi lið á síðustu árum. Ég varð fyrir vonbrigðum með formið á leikmönnum fyrr í ár og svo höfum við verið að missa menn í meiðsli. Það hefur eðlilega haft áhrif á undirbúninginn hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. „Ég hef enn trú á liðinu okkar. Við höfum mætt Noregi oft á síðustu árum og við getum unnið þær. Sama með Holland en róðurinn verður þungur gegn Þjóðverjum. Möguleiki okkar á EM liggur í leikjunum gegn Noregi og Hollandi.“ Hefur þjálfarinn ekkert áhyggjur af sjálfstrausti leikmanna eftir þetta slaka gengi í ár? „Þetta gengi getur eðlilega haft áhrif á sjálfstraustið. Það má kannski deila um hvort það hafi verið rétt að velja svona sterka andstæðinga í undirbúningnum en það var sú leið sem við völdum að fara og við verðum að standa með því. Vináttuleikir blekkja líka svolítið því þá er verið að skoða leikmenn og skipta meira en gengur og gerist. Auðvitað hefðum við samt viljað gera betur og koma með meira sjálfstraust í mótið. Það er nýtt fyrir liðið að lenda í mótlæti eins og núna og það verður þá að koma í ljós úr hverju liðið er gert. Ég bíð spenntur eftir því að sjá það.“ Þjálfarinn verður kominn með allan hópinn þann 2. júlí og þá verður farið að vinna í taktík og öðru sem þarf að skerpa á. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni sem bíður okkar og við verðum að einblína á það en ekki gengið í síðustu leikjum. Þar kemur nýtt tækifæri og við verðum að mæta ákveðnar til leiks. Það er ekkert annað í boði.“
Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira