Hef enn trú á liðinu okkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2013 06:00 Sigurður Ragnar er ekki með neinn uppgjafartón þó svo að það hafi gefið á bátinn hjá kvennalandsliðinu upp á síðkastið.fréttablaðið/daníel vísir/stefán „Við spiluðum fínan varnarleik en við sköpuðum ekki mikið í sókninni. Varnarleikurinn var betri en oft áður og agaður. Það var jákvætt en við vorum mikið í eltingarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, eftir 2-0 tapið gegn Dönum í Viborg í gær. Næsta verkefni hjá landsliðsþjálfaranum er að velja 23 manna hóp fyrir EM sem hefst 11. júlí. Sigurður segist nánast vera búinn að velja hópinn en að hann sé enn að velta einu sæti fyrir sér. Gengi liðsins í ár hefur verið lélegt. Einn sigur, sex töp og markatalan 7-18. „Við tókum þá ákvörðun að mæta sterkum liðum í undirbúningnum. Við áttum samt von á því að standa okkur betur en þetta. Okkur hefur tekist að vinna þessi lið á síðustu árum. Ég varð fyrir vonbrigðum með formið á leikmönnum fyrr í ár og svo höfum við verið að missa menn í meiðsli. Það hefur eðlilega haft áhrif á undirbúninginn hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. „Ég hef enn trú á liðinu okkar. Við höfum mætt Noregi oft á síðustu árum og við getum unnið þær. Sama með Holland en róðurinn verður þungur gegn Þjóðverjum. Möguleiki okkar á EM liggur í leikjunum gegn Noregi og Hollandi.“ Hefur þjálfarinn ekkert áhyggjur af sjálfstrausti leikmanna eftir þetta slaka gengi í ár? „Þetta gengi getur eðlilega haft áhrif á sjálfstraustið. Það má kannski deila um hvort það hafi verið rétt að velja svona sterka andstæðinga í undirbúningnum en það var sú leið sem við völdum að fara og við verðum að standa með því. Vináttuleikir blekkja líka svolítið því þá er verið að skoða leikmenn og skipta meira en gengur og gerist. Auðvitað hefðum við samt viljað gera betur og koma með meira sjálfstraust í mótið. Það er nýtt fyrir liðið að lenda í mótlæti eins og núna og það verður þá að koma í ljós úr hverju liðið er gert. Ég bíð spenntur eftir því að sjá það.“ Þjálfarinn verður kominn með allan hópinn þann 2. júlí og þá verður farið að vinna í taktík og öðru sem þarf að skerpa á. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni sem bíður okkar og við verðum að einblína á það en ekki gengið í síðustu leikjum. Þar kemur nýtt tækifæri og við verðum að mæta ákveðnar til leiks. Það er ekkert annað í boði.“ Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
„Við spiluðum fínan varnarleik en við sköpuðum ekki mikið í sókninni. Varnarleikurinn var betri en oft áður og agaður. Það var jákvætt en við vorum mikið í eltingarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, eftir 2-0 tapið gegn Dönum í Viborg í gær. Næsta verkefni hjá landsliðsþjálfaranum er að velja 23 manna hóp fyrir EM sem hefst 11. júlí. Sigurður segist nánast vera búinn að velja hópinn en að hann sé enn að velta einu sæti fyrir sér. Gengi liðsins í ár hefur verið lélegt. Einn sigur, sex töp og markatalan 7-18. „Við tókum þá ákvörðun að mæta sterkum liðum í undirbúningnum. Við áttum samt von á því að standa okkur betur en þetta. Okkur hefur tekist að vinna þessi lið á síðustu árum. Ég varð fyrir vonbrigðum með formið á leikmönnum fyrr í ár og svo höfum við verið að missa menn í meiðsli. Það hefur eðlilega haft áhrif á undirbúninginn hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. „Ég hef enn trú á liðinu okkar. Við höfum mætt Noregi oft á síðustu árum og við getum unnið þær. Sama með Holland en róðurinn verður þungur gegn Þjóðverjum. Möguleiki okkar á EM liggur í leikjunum gegn Noregi og Hollandi.“ Hefur þjálfarinn ekkert áhyggjur af sjálfstrausti leikmanna eftir þetta slaka gengi í ár? „Þetta gengi getur eðlilega haft áhrif á sjálfstraustið. Það má kannski deila um hvort það hafi verið rétt að velja svona sterka andstæðinga í undirbúningnum en það var sú leið sem við völdum að fara og við verðum að standa með því. Vináttuleikir blekkja líka svolítið því þá er verið að skoða leikmenn og skipta meira en gengur og gerist. Auðvitað hefðum við samt viljað gera betur og koma með meira sjálfstraust í mótið. Það er nýtt fyrir liðið að lenda í mótlæti eins og núna og það verður þá að koma í ljós úr hverju liðið er gert. Ég bíð spenntur eftir því að sjá það.“ Þjálfarinn verður kominn með allan hópinn þann 2. júlí og þá verður farið að vinna í taktík og öðru sem þarf að skerpa á. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni sem bíður okkar og við verðum að einblína á það en ekki gengið í síðustu leikjum. Þar kemur nýtt tækifæri og við verðum að mæta ákveðnar til leiks. Það er ekkert annað í boði.“
Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira