Fasteignamat Hörpu sagt vera fráleitt Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. júní 2013 07:00 Á árinu 2012 námu fasteignagjöld Hörpu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því skilað sér í tugmilljónalækkun gjalda. Fréttablaðið/GVA Lögmenn Portus annars vegar og Reykjavíkurborgar og Þjóðskrár Íslands hins vegar eru ekki á einu máli um nauðsyn þess að kalla til dómskvadda matmenn til að meta markaðsvirði Hörpu. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Víðir Smári Petersen, héraðsdómslögmaður, sem flutti málið fyrir hönd Portusar, sagði ljóst að fasteignamat Hörpu upp á 22 milljarða króna væri „fráleitt“. Viðurkennt væri að fasteignamat ætti að eftir því sem kostur er að endurspegla markaðsvirði fasteigna. Himinn og haf væri á milli virðismats sem Portus hafi fengið PwC og Capacent til þess að vinna, en samkvæmt þeim er markaðsvirðið sex til sjö milljarðar króna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Reykjavíkurborgar og Einar K. Hallvarðsson lögmaður Þjóðskrár, báru hins vegar að ekkert væri unnið með því að dómskvaddir matsmenn mætu virði Hörpu. Deilan snerist um það hvort yfirfasteignamatsnefnd hefði farið að lögum þegar hún kvað upp úrskurð sinn um fasteignamat Hörpu. Byggingin væri einstök og ekki hægt að finna út á hana markaðsvirði. Þannig sagði Einar að jafnvel þótt matsegð sýndi lægra mat þá væri vafi á því að eitthvað mætti úr því lesa um hvort aðferðafræði Þjóðskrár hefði verið röng. Sagði hann mikla sérstöðu hússin sgera að verkum að „markaðsleiðrétt kostnaðarmat“ sem beitt hafi verið við aðferðina væri rétta leiðin. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, áréttaði einnig að matsaðferðin væri undir í málinu. „Stenst aðferðin fyrir dómi að stenst hún ekki? Það er erfitt að sjá hver er þýðing matsbeiðni og matsgerðar í þessu máli,“ sagði hann fyrir dómi í gær. Víðir Smári vísaði hins vegar einnig til þess að heimildir málsaðila í einkamálum til að kalla til matsmenn væru mjög ríkar og vísaði í fjölda mála því til stuðnings. Fráleitt væri að styðjast í jafnmiklu mæli og gert hafi verið við byggingakostnað Hörpu, sem hafi enda aukist mjög vegna hrunsins. Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið ætti að kosta 12 milljarða, en endanlegur kostnaður var nær 28 milljörðum króna. „Það er ósanngjarnt að miða við byggingarkostnað sem endurspegar ekki raunverulegt virði byggingarinnar,“ sagði Víðir Smári fyrir dómi. Þá benti hann á að stefnandi sjálfur bæri af því hallann ef niðurstaða matsins leiddi ekki til neins. Til nokkurs er að vinna fyrir Portus að fá fasteignagjöldin lækkuð, en gjöldin fyrir 2012 námu 340 milljónum króna. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Lögmenn Portus annars vegar og Reykjavíkurborgar og Þjóðskrár Íslands hins vegar eru ekki á einu máli um nauðsyn þess að kalla til dómskvadda matmenn til að meta markaðsvirði Hörpu. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Víðir Smári Petersen, héraðsdómslögmaður, sem flutti málið fyrir hönd Portusar, sagði ljóst að fasteignamat Hörpu upp á 22 milljarða króna væri „fráleitt“. Viðurkennt væri að fasteignamat ætti að eftir því sem kostur er að endurspegla markaðsvirði fasteigna. Himinn og haf væri á milli virðismats sem Portus hafi fengið PwC og Capacent til þess að vinna, en samkvæmt þeim er markaðsvirðið sex til sjö milljarðar króna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Reykjavíkurborgar og Einar K. Hallvarðsson lögmaður Þjóðskrár, báru hins vegar að ekkert væri unnið með því að dómskvaddir matsmenn mætu virði Hörpu. Deilan snerist um það hvort yfirfasteignamatsnefnd hefði farið að lögum þegar hún kvað upp úrskurð sinn um fasteignamat Hörpu. Byggingin væri einstök og ekki hægt að finna út á hana markaðsvirði. Þannig sagði Einar að jafnvel þótt matsegð sýndi lægra mat þá væri vafi á því að eitthvað mætti úr því lesa um hvort aðferðafræði Þjóðskrár hefði verið röng. Sagði hann mikla sérstöðu hússin sgera að verkum að „markaðsleiðrétt kostnaðarmat“ sem beitt hafi verið við aðferðina væri rétta leiðin. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, áréttaði einnig að matsaðferðin væri undir í málinu. „Stenst aðferðin fyrir dómi að stenst hún ekki? Það er erfitt að sjá hver er þýðing matsbeiðni og matsgerðar í þessu máli,“ sagði hann fyrir dómi í gær. Víðir Smári vísaði hins vegar einnig til þess að heimildir málsaðila í einkamálum til að kalla til matsmenn væru mjög ríkar og vísaði í fjölda mála því til stuðnings. Fráleitt væri að styðjast í jafnmiklu mæli og gert hafi verið við byggingakostnað Hörpu, sem hafi enda aukist mjög vegna hrunsins. Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið ætti að kosta 12 milljarða, en endanlegur kostnaður var nær 28 milljörðum króna. „Það er ósanngjarnt að miða við byggingarkostnað sem endurspegar ekki raunverulegt virði byggingarinnar,“ sagði Víðir Smári fyrir dómi. Þá benti hann á að stefnandi sjálfur bæri af því hallann ef niðurstaða matsins leiddi ekki til neins. Til nokkurs er að vinna fyrir Portus að fá fasteignagjöldin lækkuð, en gjöldin fyrir 2012 námu 340 milljónum króna.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira