Ungir Íslendingar hljóta viðurkenningu 1. júní 2013 07:00 Elísabet Ingólfsdóttir var tilnefnd vegna vinnu sinnar í þágu heimsfriðar og/eða mannréttinda. Hún kom að stofnsetningu ungliðahreyfingar Amnesty International, stofnaði Stop the Traffik, hreyfingu sem berst gegn mansali í heiminum, og hefur verið virk í að vekja athygli á barnaþrælkun víða um heiminn. „Við eigum svo ótrúlega mikið af flottu ungu fólki sem er að skara fram úr og er til fyrirmyndar. Það er mikilvægt að gleyma ekki að hrósa fólki fyrir vel unnin störf, en alltof lítið er gert af því,“ segir Tryggvi Freyr Elínarson, verkefnastjóri hjá JCI á Íslandi. JCI á Íslandi hefur nú birt lista yfir tíu unga einstaklinga sem eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar þetta árið. Keppnin er haldin í flestum aðildarlöndum JCI á heimsvísu og sigurvegararnir í hverju landi halda svo áfram og keppa sín á milli í alþjóðlegu keppninni Ten Outstanding Young Persons Awards þar sem tíu einstaklingum eru veitt verðlaun. „Við höfum haldið þetta í ellefu ár núna og tvisvar sinnum átt fulltrúa á topp 10 listanum á heimsvísu,“ segir Tryggvi en þeir eru sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir árið 2003 og frumkvöðullinn Guðjón Már Guðjónsson árið 2009. „Það verður að teljast þrælgóður árangur. Sérstaklega miðað við að það eru um 100 lönd sem taka þátt í keppninni ár hvert,“ bætir Tryggvi við. Vel á þriðja hundrað tilnefninga bárust JCI á Íslandi þetta árið en allir gátu sent inn tilnefningar. Það var því mikið verk fyrir dómnefndina að velja úr þá efstu tíu. „Þetta er ríflega tvöföldun á tilnefningum frá því í fyrra,“ segir Tryggvi og skrifar það aðallega á það að nú í ár var tekin í notkun ný heimasíða fyrir verkefnið, www.framurskarandi.is, sem gerði ferlið bæði auðveldara og sýnilegra. Úr tíu manna hópnum hefur dómnefnd svo valið fjóra verðlaunahafa. Hverjir það eru verður opinberað þann 6. júní næstkomandi þegar forseti Íslands afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Við eigum svo ótrúlega mikið af flottu ungu fólki sem er að skara fram úr og er til fyrirmyndar. Það er mikilvægt að gleyma ekki að hrósa fólki fyrir vel unnin störf, en alltof lítið er gert af því,“ segir Tryggvi Freyr Elínarson, verkefnastjóri hjá JCI á Íslandi. JCI á Íslandi hefur nú birt lista yfir tíu unga einstaklinga sem eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar þetta árið. Keppnin er haldin í flestum aðildarlöndum JCI á heimsvísu og sigurvegararnir í hverju landi halda svo áfram og keppa sín á milli í alþjóðlegu keppninni Ten Outstanding Young Persons Awards þar sem tíu einstaklingum eru veitt verðlaun. „Við höfum haldið þetta í ellefu ár núna og tvisvar sinnum átt fulltrúa á topp 10 listanum á heimsvísu,“ segir Tryggvi en þeir eru sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir árið 2003 og frumkvöðullinn Guðjón Már Guðjónsson árið 2009. „Það verður að teljast þrælgóður árangur. Sérstaklega miðað við að það eru um 100 lönd sem taka þátt í keppninni ár hvert,“ bætir Tryggvi við. Vel á þriðja hundrað tilnefninga bárust JCI á Íslandi þetta árið en allir gátu sent inn tilnefningar. Það var því mikið verk fyrir dómnefndina að velja úr þá efstu tíu. „Þetta er ríflega tvöföldun á tilnefningum frá því í fyrra,“ segir Tryggvi og skrifar það aðallega á það að nú í ár var tekin í notkun ný heimasíða fyrir verkefnið, www.framurskarandi.is, sem gerði ferlið bæði auðveldara og sýnilegra. Úr tíu manna hópnum hefur dómnefnd svo valið fjóra verðlaunahafa. Hverjir það eru verður opinberað þann 6. júní næstkomandi þegar forseti Íslands afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira