Innlent

Rekja má alvarlegar nýrnabilanir til Íbúfens

hó skrifar
Ólafur Skúli Indriðason
Ólafur Skúli Indriðason

Notkun á verkjalyfinu Íbúfeni getur haft skaðleg áhrif á nýru og orsakað bráða nýrnabilun.

Fréttablaðið greindi í gær frá nýrri rannsókn sem sýnir hvernig Íbúfen eykur hættu á hjartasjúkdómum. Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum, segir að á hverju ári megi rekja nokkur tilfelli hjá ungu fólki sem þjáist af svokölluðu bráðu síðuheilkenni til neyslu á Íbúfeni. Lyfið hafi áhrif á starfsemi nýrnanna og rekja megi fjölda alvarlegra nýrnavandamála til notkunar þess og skyldra lyfja. Hann tekur undir með læknum sem vilja að lyfið verði lyfseðilsskylt. „Ég hvet fólk til að forðast það að taka lyfið yfir höfuð.“

fréttablaðið/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×