Innlent

Flogið með farþega á sjúkrahús

Landhelgisgæslunni barst í gær aðstoðarbeiðni frá norsku farþegaskipi vegna farþega um borð sem fékk hjartaáfall. TF-GNÁ fór á staðinn og flutti manninn á sjúkrahús.
Landhelgisgæslunni barst í gær aðstoðarbeiðni frá norsku farþegaskipi vegna farþega um borð sem fékk hjartaáfall. TF-GNÁ fór á staðinn og flutti manninn á sjúkrahús. Mynd/LHG

Þyrla Landhelgisgæslunnar brást í gær við aðstoðarbeiðni frá norsku farþegaskipi vegna farþega sem fengið hafði hjartaáfall um borð. Skipið var staðsett um 47 sjómílur suður af Ingólfshöfða og fékk strax fyrirmæli um að sigla nær landi til að þyrlan þyrfti ekki að fljúga jafnlangt. Þyrlan var kölluð út klukkan 15.42 og fór TF-GNÁ í loftið 16.14. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar var sjúklingurinn kominn um borð í þyrluna klukkan 17.42 og lent var klukkan 18.39 við Landspítalann í Fossvogi. - hó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×