Lífið

Hátíð til styrktar barnaheimili

Freyr Bjarnason skrifar
Prins Póló er meðal þeirra sem koma fram.
Prins Póló er meðal þeirra sem koma fram.

Fjölskylduhátíð og ball til styrktar barnaheimilinu Ósi verða haldin í Ósi og Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn. Þar verður 40 ára afmæli þessa einkarekna barnaheimilis fagnað og fjármunum safnað til að tryggja áframhaldandi rekstur þess.

„Það er okkur mjög mikilvægt að ná inn meira fé. Það hefur verið í gangi fjársöfnunarátak frá áramótum og það hefur gengið mjög vel að snúa erfiðri stöðu upp í mögulega en engu að síður eigum við svolítið í land. Þess vegna erum við að standa fyrir þessari glæsilegu hátíð,“ segir Eldar Ástþórsson, einn af skipuleggjendunum, sem á einnig barn á heimilinu.

Á fjölskylduhátíðinni verður „lunch beat“-krakkadiskó í umsjón Evu Einarsdóttur, markaður, uppboð, myndasýning, hoppukastali og happdrætti aldarinnar. Meðal þess sem verður boðið upp eru tvær vínylplötur áritaðar af hljómsveitinni Of Monsters and Men.

Á ballinu í Þjóðleikhúskjallaranum koma fram Prins Póló, Hugleikur Dagsson, Frímann Gunnarsson, Bergur Ebbi, DJ Óli Palli og fleiri. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og verða miðar seldir við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.