Lífið

Feðgar leika feðga

Will Smith og sonur hans, Jaden Smith, leika saman í kvikmyndinni After Earth.
Will Smith og sonur hans, Jaden Smith, leika saman í kvikmyndinni After Earth. Nordicphotos/getty

„Áhættan við að hrærast innan kvikmyndaiðnaðarins er fyrst og fremst tilfinningaleg. Þetta er nánast eins og að kynna barnið þitt fyrir eiturlyfjum,“ sagði leikarinn Will Smith um leiklistarferil sonar síns, Jadens Smith.

Feðgarnir leika saman í vísindatryllinum After Earth sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum um helgina. Hinn fjórtán ára gamli Jaden Smith hefur áður leikið í myndinni The Pursuit of Happyness með föður sínum. „Maður leiðist ekki út í kvikmyndagerð vegna sjálfsánægju heldur vegna þess að maður vill gleðja aðra,“ sagði Will Smith um uppeldisaðferðir sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.