Líklegra að feður flengi börnin sín 27. maí 2013 07:00 Í nýrri rannsókn kemur fram að feður eru líklegri til að refsa sonum sínum og mæður líklegri til að refsa dætrum. nordicphotos/getty Images Líkamlegum refsingum barna var marktækt minna beitt hér á landi eftir 1980 samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var hér á landi. Fjallað var um rannsóknina sem gerð var af Geir Gunnlaugssyni landlækni og Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að markmið rannsóknarinnar hafi verið að skoða reynslu fullorðinna Íslendinga af líkamlegu ofbeldi í æsku, meta umfang hennar, réttlætingu þolenda og áhrif á mat og uppeldi. Alls tóku 977 einstaklingar eldri en 18 ára þátt í rannsókninni, af 1500 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir voru spurðir í símtali um mat á uppeldi sínu, reynslu af fimm tilteknum formum líkamlegra refsinga og umfang þeirra. Af 968 svarendum mátu 810 að uppeldi þeirra hafi verið gott. Alls sögðu 465 þátttakendur frá bernskureynslu af að minnsta kosti einu formi líkamlegra refsinga og voru flengingar algengastar. Næstalgengasta form líkamlegra refsinga var kinnhestur og hristingar. Þeir sem voru 30 ára og eldri höfðu oftar reynslu af kinnhesti. Alls 27 svarendur sögðu frá öðrum formum líkamlegra refsinga en þeim sem sérstaklega var spurt um. Dæmi um refsingar voru að hafa verið ýtt, hrint, fengið spark í sig, munnur sápuþveginn, köld sturta, drekkingarathafnir eða að vera barinn með áhöldum, til dæmis herðatré, skóflu eða belti. Faðir var gerandi hjá 155 svarendum, móðir hjá 142, bæði faðir og móðir hjá 106 og aðrir fullorðnir forsjáraðilar hjá 31. Feður voru samkvæmt rannsókninni líklegri til að hafa beitt syni sína líkamlegum refsingum en dætur og mæður refsuðu dætrum sínum oftar en sonum. Feður voru rúmlega tvisvar sinnum líklegri til að flengja börn sín en mæður. Mæður refsuðu oftar en feður með því að gefa kinnhest og slá á fingur. Ekki var marktækur munur samkvæmt rannsókninni á því hvort foreldri hristi börn sín oftar. Þeim sem var refsað oft töldu frekar að refsingin hafi aldrei verið réttlætanleg og voru líklegri til að telja uppeldi sitt hafa verið slæmt eða ásættanlegt borið saman við þá sem höfðu enga slíka reynslu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Líkamlegum refsingum barna var marktækt minna beitt hér á landi eftir 1980 samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var hér á landi. Fjallað var um rannsóknina sem gerð var af Geir Gunnlaugssyni landlækni og Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að markmið rannsóknarinnar hafi verið að skoða reynslu fullorðinna Íslendinga af líkamlegu ofbeldi í æsku, meta umfang hennar, réttlætingu þolenda og áhrif á mat og uppeldi. Alls tóku 977 einstaklingar eldri en 18 ára þátt í rannsókninni, af 1500 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir voru spurðir í símtali um mat á uppeldi sínu, reynslu af fimm tilteknum formum líkamlegra refsinga og umfang þeirra. Af 968 svarendum mátu 810 að uppeldi þeirra hafi verið gott. Alls sögðu 465 þátttakendur frá bernskureynslu af að minnsta kosti einu formi líkamlegra refsinga og voru flengingar algengastar. Næstalgengasta form líkamlegra refsinga var kinnhestur og hristingar. Þeir sem voru 30 ára og eldri höfðu oftar reynslu af kinnhesti. Alls 27 svarendur sögðu frá öðrum formum líkamlegra refsinga en þeim sem sérstaklega var spurt um. Dæmi um refsingar voru að hafa verið ýtt, hrint, fengið spark í sig, munnur sápuþveginn, köld sturta, drekkingarathafnir eða að vera barinn með áhöldum, til dæmis herðatré, skóflu eða belti. Faðir var gerandi hjá 155 svarendum, móðir hjá 142, bæði faðir og móðir hjá 106 og aðrir fullorðnir forsjáraðilar hjá 31. Feður voru samkvæmt rannsókninni líklegri til að hafa beitt syni sína líkamlegum refsingum en dætur og mæður refsuðu dætrum sínum oftar en sonum. Feður voru rúmlega tvisvar sinnum líklegri til að flengja börn sín en mæður. Mæður refsuðu oftar en feður með því að gefa kinnhest og slá á fingur. Ekki var marktækur munur samkvæmt rannsókninni á því hvort foreldri hristi börn sín oftar. Þeim sem var refsað oft töldu frekar að refsingin hafi aldrei verið réttlætanleg og voru líklegri til að telja uppeldi sitt hafa verið slæmt eða ásættanlegt borið saman við þá sem höfðu enga slíka reynslu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira