Háskólaumhverfið er byggt á 300 ára gömlu módeli Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. maí 2013 07:00 Arndís guðmundsdóttir „Það er ljóst að við þurfum að laga okkur að nýjum tímum. Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að 300 manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ sagði Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild HÍ, í samtali við Fréttablaðið. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn um umhverfi háskóla almennt. „Hann vakti athygli á siðferði þess að mennta fólk sem við vitum að fær ekki vinnu, þá sérstaklega innan akademíunnar.“ Mark Taylor varar jafnframt við því að háskólar, eins og þeir eru uppbyggðir í dag, framleiði fræðimenn sem enginn markaður sé fyrir. Hann segir háskólasamfélagið í dag, sérstaklega hvað varðar framhaldsmenntun, einkennast af því að prófessorar sem hafi þröngt áhugasvið hvetji nemendur sína til að rannsaka þröng svið fræðigreina í námi sínu, svið sem þeir sjálfir hafi áhuga á. Þannig verði nemendur klón af kennurum sínum; meira og meira efni er gefið út, en sértæk viðfangsefni hafa orðið til þess að þessar útgáfur leiða sjaldan eitthvað nýtt í ljós. „Módelið fyrir háskólaumhverfi eins og við þekkjum það er yfir 300 ára gamalt. Það er ljóst að breytinga er þörf en það er eins og háskólarnir, og starfsfólk þeirra, vilji ríghalda í óbreytt ástand,“ sagði Taylor í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sé nauðsynlegt skref í átt að þessum breytingum að taka beinlínis fyrir allar fastráðningar prófessora, breyta þeim í sjö ára starfssamninga sem svo er hægt að framlengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum loknum,“ bætir hann við. Taylor bendir enn fremur á að í Bandaríkjunum sé námið orðið alltof dýrt, sérstaklega í því umhverfi sem nú er, þegar erfitt er fyrir menntað fólk að fá vinnu við sitt hæfi. „Námslán í Bandaríkjunum eru orðin hærri í heildina en öll kreditkortaskuld Bandaríkjamanna.“ Taylor talar um sex skref sem séu mikilvæg fyrir háskólasamfélagið að taka til að bæta úr þessari stöðu. Meðal annars vill hann nota internetið og tækni á framsæknari hátt, og koma þannig á samstarfi á milli skóla um allan heim. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Það er ljóst að við þurfum að laga okkur að nýjum tímum. Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að 300 manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ sagði Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild HÍ, í samtali við Fréttablaðið. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrirlestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn um umhverfi háskóla almennt. „Hann vakti athygli á siðferði þess að mennta fólk sem við vitum að fær ekki vinnu, þá sérstaklega innan akademíunnar.“ Mark Taylor varar jafnframt við því að háskólar, eins og þeir eru uppbyggðir í dag, framleiði fræðimenn sem enginn markaður sé fyrir. Hann segir háskólasamfélagið í dag, sérstaklega hvað varðar framhaldsmenntun, einkennast af því að prófessorar sem hafi þröngt áhugasvið hvetji nemendur sína til að rannsaka þröng svið fræðigreina í námi sínu, svið sem þeir sjálfir hafi áhuga á. Þannig verði nemendur klón af kennurum sínum; meira og meira efni er gefið út, en sértæk viðfangsefni hafa orðið til þess að þessar útgáfur leiða sjaldan eitthvað nýtt í ljós. „Módelið fyrir háskólaumhverfi eins og við þekkjum það er yfir 300 ára gamalt. Það er ljóst að breytinga er þörf en það er eins og háskólarnir, og starfsfólk þeirra, vilji ríghalda í óbreytt ástand,“ sagði Taylor í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sé nauðsynlegt skref í átt að þessum breytingum að taka beinlínis fyrir allar fastráðningar prófessora, breyta þeim í sjö ára starfssamninga sem svo er hægt að framlengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum loknum,“ bætir hann við. Taylor bendir enn fremur á að í Bandaríkjunum sé námið orðið alltof dýrt, sérstaklega í því umhverfi sem nú er, þegar erfitt er fyrir menntað fólk að fá vinnu við sitt hæfi. „Námslán í Bandaríkjunum eru orðin hærri í heildina en öll kreditkortaskuld Bandaríkjamanna.“ Taylor talar um sex skref sem séu mikilvæg fyrir háskólasamfélagið að taka til að bæta úr þessari stöðu. Meðal annars vill hann nota internetið og tækni á framsæknari hátt, og koma þannig á samstarfi á milli skóla um allan heim.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent