Gunnar Smári býður sig ekki aftur fram Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2013 07:00 Gunnar Smári Egilsson segir ákvörðun sína um að bjóða sig ekki aftur fram til formanns SÁÁ persónulega. Fréttablaðið/Teitur „Þetta er bara persónuleg ákvörðun hjá mér. Þetta tengist í raun engu sérstöku,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til formannsembættis félagsins. Gunnar Smári tilkynnti stjórnarmönnum og starfsfólki tíðindin á fundi síðastliðinn laugardag. Hann segir að sér hafi fundist rétt að tilkynna ákvörðun sína með góðum fyrirvara fyrir ársfund félagsins. Aðspurður hvort að ákvörðun hans tengist að einhverju leyti átökum innan samtakanna segir hann svo ekki vera en bætir við: „Í stórum hópi er alltaf einhver ágreiningur um stefnur og strauma og stundum er ágætt að það komi bara fram. Það er ekki alltaf best að leysa allt í bakherbergjum. En mér fannst hins vegar rétt að ég drægi mig til hlés í þágu stefnunnar í stað þess að takast á við menn.“ Hann segist sáttur við sitt starf og stoltur af því að samtökin hafi ekki þurft að skerða þjónustuna við sinn sjúklingahóp þrátt fyrir niðurskurð og erfiða tíma. Að sögn Gunnars Smára hafa samtökin mætt niðurskurði með því að fjölga félögum og auka söfnunarfé frá almenningi. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Ég er búinn að vera hér í fimm ár, tvö ár sem formaður, og farið í gegnum tíma samdráttar og kreppu. Starfsmenn, félagar, stjórnarmenn geti verið stoltir af síðustu árum og hvernig samtökin hafa komist í gegnum erfiða tíma. Við höfum haldið úti svo til óbreyttri þjónustu og aukið hana ef eitthvað er. Við höfum reyndar þurft að ganga svolítið á eignir okkar, ekki sjóði, en við höfum ekki sinnt viðhaldi á fasteignum og öðru slíku.“ Aðspurður hvað taki við að loknu formannsembætti segir Gunnar Smári ekki tímabært að ræða það opinberlega. „Ég er að skoða ákveðna hluti. Lífið hefur nú alltaf komið mér skemmtilega á óvart. Ég má því ekki hugsa of mikið um eitt ákveðið, það þarf að vera pláss fyrir það óvænta og skemmtilega.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Þetta er bara persónuleg ákvörðun hjá mér. Þetta tengist í raun engu sérstöku,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til formannsembættis félagsins. Gunnar Smári tilkynnti stjórnarmönnum og starfsfólki tíðindin á fundi síðastliðinn laugardag. Hann segir að sér hafi fundist rétt að tilkynna ákvörðun sína með góðum fyrirvara fyrir ársfund félagsins. Aðspurður hvort að ákvörðun hans tengist að einhverju leyti átökum innan samtakanna segir hann svo ekki vera en bætir við: „Í stórum hópi er alltaf einhver ágreiningur um stefnur og strauma og stundum er ágætt að það komi bara fram. Það er ekki alltaf best að leysa allt í bakherbergjum. En mér fannst hins vegar rétt að ég drægi mig til hlés í þágu stefnunnar í stað þess að takast á við menn.“ Hann segist sáttur við sitt starf og stoltur af því að samtökin hafi ekki þurft að skerða þjónustuna við sinn sjúklingahóp þrátt fyrir niðurskurð og erfiða tíma. Að sögn Gunnars Smára hafa samtökin mætt niðurskurði með því að fjölga félögum og auka söfnunarfé frá almenningi. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Ég er búinn að vera hér í fimm ár, tvö ár sem formaður, og farið í gegnum tíma samdráttar og kreppu. Starfsmenn, félagar, stjórnarmenn geti verið stoltir af síðustu árum og hvernig samtökin hafa komist í gegnum erfiða tíma. Við höfum haldið úti svo til óbreyttri þjónustu og aukið hana ef eitthvað er. Við höfum reyndar þurft að ganga svolítið á eignir okkar, ekki sjóði, en við höfum ekki sinnt viðhaldi á fasteignum og öðru slíku.“ Aðspurður hvað taki við að loknu formannsembætti segir Gunnar Smári ekki tímabært að ræða það opinberlega. „Ég er að skoða ákveðna hluti. Lífið hefur nú alltaf komið mér skemmtilega á óvart. Ég má því ekki hugsa of mikið um eitt ákveðið, það þarf að vera pláss fyrir það óvænta og skemmtilega.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira