Innlent

Fyrsta hrefna veiðiársins skotin

Birgir Þór Harðarson skrifar
53 hrefnur voru veiddar í fyrra en það annaði ekki eftirspurn. Því er ráðgert að veiða fleiri dýr í ár. Fréttablaðið/Jón Sigurður
53 hrefnur voru veiddar í fyrra en það annaði ekki eftirspurn. Því er ráðgert að veiða fleiri dýr í ár. Fréttablaðið/Jón Sigurður
Fyrsta hrefna ársins hefur verið veidd. Atburðurinn markar upphaf hrefnuveiðitímabilsins. Hafsteinn SK kom í land með dýrið í gærkvöldi eftir að hafa skotið það utan við svokallaða hvalaskoðunarlínu á Faxaflóa í gærdag.

Hrefnuveiðitímabilið stendur í sex mánuði eftir að fyrsta dýrið hefur verið drepið. Kvótinn er 216 dýr en undanfarin ár hefur hann ekki verið fullnýttur.

Gunnar Bergmann, útgerðarmaður og eigandi Hafsteins SK, segir stefnt að því að veiða 50 til 70 dýr. Í fyrra voru 53 dýr veidd og annaði það ekki eftirspurn.

Að sögn Gunnars sinna tveir bátar veiðunum. "Við höfum átt nóg með að sinna innanlandsmarkaðinum miðað við þá veiði sem við höfum verið að ná undanfarin þrjú ár." Hann segir veiðina mestmegnis fara fram rétt utan hvalaskoðunarlínu, en veiðar eru bannaðar þar sem hvalaskoðunarfyrirtæki fara með viðskiptavini sína.

Hrefnan sem skotin var í gær verður verkuð í dag og fer kjötið beint inn á veitingastaði og í verslanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×