Vill gera Vevo að hinu nýja MTV 14. mars 2013 06:00 Stærstur hluti áhorfenda Vevo-vefsíðunnar er undir 34 ára og því líklegt að Rihanna verði á dagskránni á nýju sjónvarpsstöðinni. Tónlistarmyndbandasíðan Vevo, sem var sett á fót af tónlistarútgáfurisunum Sony og Universal árið 2009, hleypti á þriðjudag í loftið nýrri stafrænni sjónvarpsstöð sem sýnir myndbönd og aðra tónlistartengda dagskrá allan sólarhringinn. Hægt verður að sjá stöðina með tækjum sem tengjast við internetsjónvarpstæki, eins og Xbox, og einnig í snjallsímum og spjaldtölvum. Vevo-stöðin verður fyrst um sinn einungis fáanleg í Bandaríkjunum og Kanada en stefnt er að því að hefja útsendingar ætlaðar Evrópu- og Suður-Ameríkumarkaði síðar á þessu ári. Rio Caraeff, forstjóri Vevo, segir í viðtali við Financial Times að hefðbundin sjónvarpsstöð með tónlistarefni geti enn dregið að sér yngri áhorfendur, eða „stafrænu kynslóðina“ eins og hann orðar það. Spurður hvort Vevo verði hið nýja MTV, sem fór í loftið fyrir 31 ári, segir Caraeff: „Ég vona það og stefni að því en eðli málsins samkvæmt verða stöðvarnar ólíkar. Við reynum að framkalla vissa nostalgíu en 70 prósent áhorfenda okkar eru undir 34 ára aldri.“ Leikjavísir Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmyndbandasíðan Vevo, sem var sett á fót af tónlistarútgáfurisunum Sony og Universal árið 2009, hleypti á þriðjudag í loftið nýrri stafrænni sjónvarpsstöð sem sýnir myndbönd og aðra tónlistartengda dagskrá allan sólarhringinn. Hægt verður að sjá stöðina með tækjum sem tengjast við internetsjónvarpstæki, eins og Xbox, og einnig í snjallsímum og spjaldtölvum. Vevo-stöðin verður fyrst um sinn einungis fáanleg í Bandaríkjunum og Kanada en stefnt er að því að hefja útsendingar ætlaðar Evrópu- og Suður-Ameríkumarkaði síðar á þessu ári. Rio Caraeff, forstjóri Vevo, segir í viðtali við Financial Times að hefðbundin sjónvarpsstöð með tónlistarefni geti enn dregið að sér yngri áhorfendur, eða „stafrænu kynslóðina“ eins og hann orðar það. Spurður hvort Vevo verði hið nýja MTV, sem fór í loftið fyrir 31 ári, segir Caraeff: „Ég vona það og stefni að því en eðli málsins samkvæmt verða stöðvarnar ólíkar. Við reynum að framkalla vissa nostalgíu en 70 prósent áhorfenda okkar eru undir 34 ára aldri.“
Leikjavísir Tónlist Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira