Gaf Benítez fimmu á ganginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2013 06:00 Edda Garðarsdóttir er líflegur liðsfélagi. Fréttablaðið/Stefán Það styttist óðum í það að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir verði ekki lengur ein í hundrað leikja klúbbi íslenska kvennalandsliðsins. Edda Garðarsdóttir, kletturinn á miðju íslenska liðsins í meira en áratug, ætti að komast í klúbbinn á næstu sjö dögum því þá mun íslenska kvennalandsliðið spila fjóra leiki í Algarve-bikarnum. Edda Garðarsdóttir spilar í dag sinn fyrsta landsleik sem leikmaður Chelsea í Englandi en hún hefur spilað hina 97 fyrir KR, Breiðablik og Örebro í Svíþjóð, á árunum 1997 til 2012. Edda lætur vel af lífinu í Englandi en vill ekki búa til ógæfu með því að tala um hundraðasta landsleikinn áður en hann verður spilaður. Edda og Ólína eru búnar að vera í Englandi síðan í byrjun febrúar en eru þó aðeins nýkomnar í sína íbúð. „Standardinn er hár hérna og aðstaðan er frábær. Við æfum á sama æfingasvæði og karlarnir og það er allt til fyrirmyndar þar. Það er reyndar eins og maður sé að fara inn í Fort Knox þegar maður er að reyna að komast inn á svæðið því það er svo mikil öryggisgæsla," segir Edda í léttum dúr. Karlalið Chelsea æfir á sama stað og kvennaliðið en liðin umgangast þó lítið. Edda segir þó að Ólína hafi verið í meiri nálægð við karlaliðið en hún. „Ólína sá einhverja eftir að hafa fengið sérpassa inn í ræktina hjá þeim. Hún var þarna með Lampard og Obi Mikel og gaf Benítez fimmu á ganginum," sagði Edda hlæjandi. „Við erum samt lítið búnar að sjá þá en það er helst þegar við erum að keyra af morgunæfingunni, þá sjáum við þá á æfingu í fjarlægð. Svo var hún bara þarna með genginu," segir Edda. Edda býst við öðruvísi og sóknarsinnaðri fótbolta í Englandi en í Svíþjóð. „Það er skemmtilegur bolti spilaður hér í Englandi," segir Edda. Edda er spennt fyrir Algarve-bikarnum. „Það verður örugglega algjör snilld. Hópurinn sem fer með núna er þvílíkt sterkur og það verður mikil barátta um sæti í liðinu," segir Edda en hún vill lítið segja um hundraðasta landsleikinn. „Ég vil ekki „jinxa" neitt, en vona það besta. Þetta er búinn að vera magnaður tími. Það er minni pressa á manni þegar maður er með eldgömlu kerlingunni í liði og hún er löngu komin í þriggja stafa tölu. Maður getur verið alveg rólegur í skugganum á henni," segir Edda létt og á þá við landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur, sem hefur leikið 122 landsleiki. „Hún hættir aldrei og verður fertugur landsliðsfyrirliði. Nei, það er frábært að hafa hana, hún er alveg yndisleg og ég vona að hún hætti aldrei," segir Edda. Edda glímdi við meiðsli árið 2011 og það var löng bið á milli landsleiks númer 89 og leiks númer 90. „Ég fór í speglun á hnénu í lok nóvember því það var eitthvað sem sat eftir frá því 2011. Það var lagað og ég var að spila minn fyrsta heila leik með Chelsea í síðustu viku. Ég finn mikinn mun á hnénu og það er mjög þægilegt," segir Edda. Edda leynir ekkert spenningnum fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni sem fer af stað fljótlega eftir að þær koma heim frá Algarve. „Þetta er mjög spennandi. Maður veit ekkert því deildin er ekki byrjuð, en standardinn á æfingum og öll aðstaða er frábær. Þetta kveikir hjá manni enn þá meiri neista. Ég hlakka til að fara á næstu æfingu um leið og ég er búin á þeirri síðustu," segir Edda. „Þetta verður barátta um að komast í liðið því það eru landsliðsstelpur þarna frá Englandi, Wales, Svíþjóð og Brasilíu. Maður getur því ekkert slakað á og troðið í sig," sagði Edda að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Það styttist óðum í það að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir verði ekki lengur ein í hundrað leikja klúbbi íslenska kvennalandsliðsins. Edda Garðarsdóttir, kletturinn á miðju íslenska liðsins í meira en áratug, ætti að komast í klúbbinn á næstu sjö dögum því þá mun íslenska kvennalandsliðið spila fjóra leiki í Algarve-bikarnum. Edda Garðarsdóttir spilar í dag sinn fyrsta landsleik sem leikmaður Chelsea í Englandi en hún hefur spilað hina 97 fyrir KR, Breiðablik og Örebro í Svíþjóð, á árunum 1997 til 2012. Edda lætur vel af lífinu í Englandi en vill ekki búa til ógæfu með því að tala um hundraðasta landsleikinn áður en hann verður spilaður. Edda og Ólína eru búnar að vera í Englandi síðan í byrjun febrúar en eru þó aðeins nýkomnar í sína íbúð. „Standardinn er hár hérna og aðstaðan er frábær. Við æfum á sama æfingasvæði og karlarnir og það er allt til fyrirmyndar þar. Það er reyndar eins og maður sé að fara inn í Fort Knox þegar maður er að reyna að komast inn á svæðið því það er svo mikil öryggisgæsla," segir Edda í léttum dúr. Karlalið Chelsea æfir á sama stað og kvennaliðið en liðin umgangast þó lítið. Edda segir þó að Ólína hafi verið í meiri nálægð við karlaliðið en hún. „Ólína sá einhverja eftir að hafa fengið sérpassa inn í ræktina hjá þeim. Hún var þarna með Lampard og Obi Mikel og gaf Benítez fimmu á ganginum," sagði Edda hlæjandi. „Við erum samt lítið búnar að sjá þá en það er helst þegar við erum að keyra af morgunæfingunni, þá sjáum við þá á æfingu í fjarlægð. Svo var hún bara þarna með genginu," segir Edda. Edda býst við öðruvísi og sóknarsinnaðri fótbolta í Englandi en í Svíþjóð. „Það er skemmtilegur bolti spilaður hér í Englandi," segir Edda. Edda er spennt fyrir Algarve-bikarnum. „Það verður örugglega algjör snilld. Hópurinn sem fer með núna er þvílíkt sterkur og það verður mikil barátta um sæti í liðinu," segir Edda en hún vill lítið segja um hundraðasta landsleikinn. „Ég vil ekki „jinxa" neitt, en vona það besta. Þetta er búinn að vera magnaður tími. Það er minni pressa á manni þegar maður er með eldgömlu kerlingunni í liði og hún er löngu komin í þriggja stafa tölu. Maður getur verið alveg rólegur í skugganum á henni," segir Edda létt og á þá við landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur, sem hefur leikið 122 landsleiki. „Hún hættir aldrei og verður fertugur landsliðsfyrirliði. Nei, það er frábært að hafa hana, hún er alveg yndisleg og ég vona að hún hætti aldrei," segir Edda. Edda glímdi við meiðsli árið 2011 og það var löng bið á milli landsleiks númer 89 og leiks númer 90. „Ég fór í speglun á hnénu í lok nóvember því það var eitthvað sem sat eftir frá því 2011. Það var lagað og ég var að spila minn fyrsta heila leik með Chelsea í síðustu viku. Ég finn mikinn mun á hnénu og það er mjög þægilegt," segir Edda. Edda leynir ekkert spenningnum fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni sem fer af stað fljótlega eftir að þær koma heim frá Algarve. „Þetta er mjög spennandi. Maður veit ekkert því deildin er ekki byrjuð, en standardinn á æfingum og öll aðstaða er frábær. Þetta kveikir hjá manni enn þá meiri neista. Ég hlakka til að fara á næstu æfingu um leið og ég er búin á þeirri síðustu," segir Edda. „Þetta verður barátta um að komast í liðið því það eru landsliðsstelpur þarna frá Englandi, Wales, Svíþjóð og Brasilíu. Maður getur því ekkert slakað á og troðið í sig," sagði Edda að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira