Gaf Benítez fimmu á ganginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2013 06:00 Edda Garðarsdóttir er líflegur liðsfélagi. Fréttablaðið/Stefán Það styttist óðum í það að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir verði ekki lengur ein í hundrað leikja klúbbi íslenska kvennalandsliðsins. Edda Garðarsdóttir, kletturinn á miðju íslenska liðsins í meira en áratug, ætti að komast í klúbbinn á næstu sjö dögum því þá mun íslenska kvennalandsliðið spila fjóra leiki í Algarve-bikarnum. Edda Garðarsdóttir spilar í dag sinn fyrsta landsleik sem leikmaður Chelsea í Englandi en hún hefur spilað hina 97 fyrir KR, Breiðablik og Örebro í Svíþjóð, á árunum 1997 til 2012. Edda lætur vel af lífinu í Englandi en vill ekki búa til ógæfu með því að tala um hundraðasta landsleikinn áður en hann verður spilaður. Edda og Ólína eru búnar að vera í Englandi síðan í byrjun febrúar en eru þó aðeins nýkomnar í sína íbúð. „Standardinn er hár hérna og aðstaðan er frábær. Við æfum á sama æfingasvæði og karlarnir og það er allt til fyrirmyndar þar. Það er reyndar eins og maður sé að fara inn í Fort Knox þegar maður er að reyna að komast inn á svæðið því það er svo mikil öryggisgæsla," segir Edda í léttum dúr. Karlalið Chelsea æfir á sama stað og kvennaliðið en liðin umgangast þó lítið. Edda segir þó að Ólína hafi verið í meiri nálægð við karlaliðið en hún. „Ólína sá einhverja eftir að hafa fengið sérpassa inn í ræktina hjá þeim. Hún var þarna með Lampard og Obi Mikel og gaf Benítez fimmu á ganginum," sagði Edda hlæjandi. „Við erum samt lítið búnar að sjá þá en það er helst þegar við erum að keyra af morgunæfingunni, þá sjáum við þá á æfingu í fjarlægð. Svo var hún bara þarna með genginu," segir Edda. Edda býst við öðruvísi og sóknarsinnaðri fótbolta í Englandi en í Svíþjóð. „Það er skemmtilegur bolti spilaður hér í Englandi," segir Edda. Edda er spennt fyrir Algarve-bikarnum. „Það verður örugglega algjör snilld. Hópurinn sem fer með núna er þvílíkt sterkur og það verður mikil barátta um sæti í liðinu," segir Edda en hún vill lítið segja um hundraðasta landsleikinn. „Ég vil ekki „jinxa" neitt, en vona það besta. Þetta er búinn að vera magnaður tími. Það er minni pressa á manni þegar maður er með eldgömlu kerlingunni í liði og hún er löngu komin í þriggja stafa tölu. Maður getur verið alveg rólegur í skugganum á henni," segir Edda létt og á þá við landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur, sem hefur leikið 122 landsleiki. „Hún hættir aldrei og verður fertugur landsliðsfyrirliði. Nei, það er frábært að hafa hana, hún er alveg yndisleg og ég vona að hún hætti aldrei," segir Edda. Edda glímdi við meiðsli árið 2011 og það var löng bið á milli landsleiks númer 89 og leiks númer 90. „Ég fór í speglun á hnénu í lok nóvember því það var eitthvað sem sat eftir frá því 2011. Það var lagað og ég var að spila minn fyrsta heila leik með Chelsea í síðustu viku. Ég finn mikinn mun á hnénu og það er mjög þægilegt," segir Edda. Edda leynir ekkert spenningnum fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni sem fer af stað fljótlega eftir að þær koma heim frá Algarve. „Þetta er mjög spennandi. Maður veit ekkert því deildin er ekki byrjuð, en standardinn á æfingum og öll aðstaða er frábær. Þetta kveikir hjá manni enn þá meiri neista. Ég hlakka til að fara á næstu æfingu um leið og ég er búin á þeirri síðustu," segir Edda. „Þetta verður barátta um að komast í liðið því það eru landsliðsstelpur þarna frá Englandi, Wales, Svíþjóð og Brasilíu. Maður getur því ekkert slakað á og troðið í sig," sagði Edda að lokum. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Það styttist óðum í það að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir verði ekki lengur ein í hundrað leikja klúbbi íslenska kvennalandsliðsins. Edda Garðarsdóttir, kletturinn á miðju íslenska liðsins í meira en áratug, ætti að komast í klúbbinn á næstu sjö dögum því þá mun íslenska kvennalandsliðið spila fjóra leiki í Algarve-bikarnum. Edda Garðarsdóttir spilar í dag sinn fyrsta landsleik sem leikmaður Chelsea í Englandi en hún hefur spilað hina 97 fyrir KR, Breiðablik og Örebro í Svíþjóð, á árunum 1997 til 2012. Edda lætur vel af lífinu í Englandi en vill ekki búa til ógæfu með því að tala um hundraðasta landsleikinn áður en hann verður spilaður. Edda og Ólína eru búnar að vera í Englandi síðan í byrjun febrúar en eru þó aðeins nýkomnar í sína íbúð. „Standardinn er hár hérna og aðstaðan er frábær. Við æfum á sama æfingasvæði og karlarnir og það er allt til fyrirmyndar þar. Það er reyndar eins og maður sé að fara inn í Fort Knox þegar maður er að reyna að komast inn á svæðið því það er svo mikil öryggisgæsla," segir Edda í léttum dúr. Karlalið Chelsea æfir á sama stað og kvennaliðið en liðin umgangast þó lítið. Edda segir þó að Ólína hafi verið í meiri nálægð við karlaliðið en hún. „Ólína sá einhverja eftir að hafa fengið sérpassa inn í ræktina hjá þeim. Hún var þarna með Lampard og Obi Mikel og gaf Benítez fimmu á ganginum," sagði Edda hlæjandi. „Við erum samt lítið búnar að sjá þá en það er helst þegar við erum að keyra af morgunæfingunni, þá sjáum við þá á æfingu í fjarlægð. Svo var hún bara þarna með genginu," segir Edda. Edda býst við öðruvísi og sóknarsinnaðri fótbolta í Englandi en í Svíþjóð. „Það er skemmtilegur bolti spilaður hér í Englandi," segir Edda. Edda er spennt fyrir Algarve-bikarnum. „Það verður örugglega algjör snilld. Hópurinn sem fer með núna er þvílíkt sterkur og það verður mikil barátta um sæti í liðinu," segir Edda en hún vill lítið segja um hundraðasta landsleikinn. „Ég vil ekki „jinxa" neitt, en vona það besta. Þetta er búinn að vera magnaður tími. Það er minni pressa á manni þegar maður er með eldgömlu kerlingunni í liði og hún er löngu komin í þriggja stafa tölu. Maður getur verið alveg rólegur í skugganum á henni," segir Edda létt og á þá við landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur, sem hefur leikið 122 landsleiki. „Hún hættir aldrei og verður fertugur landsliðsfyrirliði. Nei, það er frábært að hafa hana, hún er alveg yndisleg og ég vona að hún hætti aldrei," segir Edda. Edda glímdi við meiðsli árið 2011 og það var löng bið á milli landsleiks númer 89 og leiks númer 90. „Ég fór í speglun á hnénu í lok nóvember því það var eitthvað sem sat eftir frá því 2011. Það var lagað og ég var að spila minn fyrsta heila leik með Chelsea í síðustu viku. Ég finn mikinn mun á hnénu og það er mjög þægilegt," segir Edda. Edda leynir ekkert spenningnum fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni sem fer af stað fljótlega eftir að þær koma heim frá Algarve. „Þetta er mjög spennandi. Maður veit ekkert því deildin er ekki byrjuð, en standardinn á æfingum og öll aðstaða er frábær. Þetta kveikir hjá manni enn þá meiri neista. Ég hlakka til að fara á næstu æfingu um leið og ég er búin á þeirri síðustu," segir Edda. „Þetta verður barátta um að komast í liðið því það eru landsliðsstelpur þarna frá Englandi, Wales, Svíþjóð og Brasilíu. Maður getur því ekkert slakað á og troðið í sig," sagði Edda að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira