Vilja selja banka með 105 milljarða afslætti 2. mars 2013 10:00 Legið hefur fyrir að kröfuhafar gömlu bankanna ætla sér ekki að eiga þá nýju til langs tíma. Líklegra er talið að Íslandsbanki verði seldur á undan enda hefur hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands, gert óformlegt tilboð í hann. fréttablaðið/vilhelm Fréttablaðið hefur sviðsmynd sem notuð er í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undir höndum. Selja á Íslandsbanka og Arion með miklum afslætti, endurfjármagna OR og tryggja Landsbankanum mikið magn af gjaldeyri. Selja á Íslandsbanka og Arion banka til innlendra aðila með samtals 105 milljarða króna afslætti, endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að fullu og útvega Landsbankanum nægan erlendan gjaldeyri til að geta greitt af 300 milljarða króna skuldabréfaskuld sinni. Þetta kemur fram í skjali sem sýnir eina af þeim sviðsmyndum sem unnið er eftir í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Margt í sviðsmyndinni rímar við þær fréttir sem sagðar hafa verið af viðræðunum undanfarna daga. Tilgangur þeirra er að klára nauðasamning beggja þrotabúanna, binda íslenskar eignir þeirra og taka með því stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Í sviðsmyndinni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lagt til að Íslandsbanki verði seldur fyrir 0,55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði fyrir með erlendum eignum. Samkvæmt skjalinu á það að skila um 55 milljarða króna afslætti, eða „klippingu“ eins og það er kallað þar. Samhliða á að skipta á lánasöfnum sem heita Holt og Haf, og eru í eigu Glitnis, og þeim innstæðum í erlendum gjaldeyri sem eru í Íslandsbanka. Í Hafi voru upphaflega sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri félög. Í Holti voru fasteignafélög í Evrópu og á Íslandi. Lánasöfnin tvö, sem upphaflega voru sett að veði fyrir veðlánum hjá Seðlabanka Evrópu fyrir hrun, eru metin á 88,5 milljarða króna í bókum Glitnis. Erlendur innstæðurnar í Íslandsbanka voru hins vegar um 67 milljarðar króna um síðustu áramót. Þessi skipti verða ekki gerð með neinum afslætti og því er ljóst að meira af erlendum eignum en bara innstæður þurfa að fara yfir til Glitnis. Þá á að flytja gjaldmiðlaskiptasamning sem Íslandsbanki er með við Seðlabanka Íslands yfir til Glitnis. Enginn afsláttur á heldur að vera á þeim skiptum. Í skjalinu segir að þessar aðgerðir muni skila því, að meðtöldum rekstrarkostnaði af starfsemi Glitnis næstu árin, að eignir þrotabúsins í íslenskum krónum fari þá niður í núll. Þær eru bókfærðar á 254,5 milljarða króna í ársuppgjöri Glitnis fyrir árið 2012. Sviðsmyndin gerir einnig ráð fyrir því að Kaupþing selji Arion banka fyrir 55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að það muni skila um 50 milljarða króna afslætti. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár og samkvæmt sviðsmyndinni færu þær niður í núll með þessari aðgerð, þegar búið er að taka tillit til rekstrarkostnaðar á starfsemi Kaupþings næstu árin. Þegar búið verður að ganga frá ofangreindu er það mat þeirra sem skrifa skjalið að hægt verði að ganga frá nauðasamningum bæði Glitnis og Kaupþings. thordur@frettabladid.is Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Fréttablaðið hefur sviðsmynd sem notuð er í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undir höndum. Selja á Íslandsbanka og Arion með miklum afslætti, endurfjármagna OR og tryggja Landsbankanum mikið magn af gjaldeyri. Selja á Íslandsbanka og Arion banka til innlendra aðila með samtals 105 milljarða króna afslætti, endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að fullu og útvega Landsbankanum nægan erlendan gjaldeyri til að geta greitt af 300 milljarða króna skuldabréfaskuld sinni. Þetta kemur fram í skjali sem sýnir eina af þeim sviðsmyndum sem unnið er eftir í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Margt í sviðsmyndinni rímar við þær fréttir sem sagðar hafa verið af viðræðunum undanfarna daga. Tilgangur þeirra er að klára nauðasamning beggja þrotabúanna, binda íslenskar eignir þeirra og taka með því stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Í sviðsmyndinni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er lagt til að Íslandsbanki verði seldur fyrir 0,55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði fyrir með erlendum eignum. Samkvæmt skjalinu á það að skila um 55 milljarða króna afslætti, eða „klippingu“ eins og það er kallað þar. Samhliða á að skipta á lánasöfnum sem heita Holt og Haf, og eru í eigu Glitnis, og þeim innstæðum í erlendum gjaldeyri sem eru í Íslandsbanka. Í Hafi voru upphaflega sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri félög. Í Holti voru fasteignafélög í Evrópu og á Íslandi. Lánasöfnin tvö, sem upphaflega voru sett að veði fyrir veðlánum hjá Seðlabanka Evrópu fyrir hrun, eru metin á 88,5 milljarða króna í bókum Glitnis. Erlendur innstæðurnar í Íslandsbanka voru hins vegar um 67 milljarðar króna um síðustu áramót. Þessi skipti verða ekki gerð með neinum afslætti og því er ljóst að meira af erlendum eignum en bara innstæður þurfa að fara yfir til Glitnis. Þá á að flytja gjaldmiðlaskiptasamning sem Íslandsbanki er með við Seðlabanka Íslands yfir til Glitnis. Enginn afsláttur á heldur að vera á þeim skiptum. Í skjalinu segir að þessar aðgerðir muni skila því, að meðtöldum rekstrarkostnaði af starfsemi Glitnis næstu árin, að eignir þrotabúsins í íslenskum krónum fari þá niður í núll. Þær eru bókfærðar á 254,5 milljarða króna í ársuppgjöri Glitnis fyrir árið 2012. Sviðsmyndin gerir einnig ráð fyrir því að Kaupþing selji Arion banka fyrir 55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að það muni skila um 50 milljarða króna afslætti. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár og samkvæmt sviðsmyndinni færu þær niður í núll með þessari aðgerð, þegar búið er að taka tillit til rekstrarkostnaðar á starfsemi Kaupþings næstu árin. Þegar búið verður að ganga frá ofangreindu er það mat þeirra sem skrifa skjalið að hægt verði að ganga frá nauðasamningum bæði Glitnis og Kaupþings. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira