Sunna bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sara McMahon skrifar 19. febrúar 2013 12:00 Sunna Rannveig Davíðsdóttir eyðir þremur mánuðum í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir. „Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
„Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira