Valdníðsla Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 429/2012 var X, sem starfar sem lögreglumaður, sýknaður af kynferðisbroti sem átti að hafa gerst í maí 2010 á Blönduósi. Þegar X hugðist mæta til starfa á nýjan leik í desember 2012 á grundvelli ákvörðunar ríkislögreglustjóra þess efnis tilkynnti lögreglustjórinn á Blönduósi X að ekki væri við hæfi að hann kæmi til starfa við embættið þar sem rannsókn væri hafin á öðru broti X sem varðaði við almenn hegningarlög. Lögreglustjórinn á Blönduósi neitaði hins vegar alfarið að upplýsa X og lögmann hans um sakarefnið. Sakarefnið skýrðist fyrst við skýrslutöku af X um miðjan desember 2012, en þá kom í ljós að um var að ræða atvik sem átti að hafa gerst í mars 2010 á Skagaströnd eða um svipað leyti og atvikið á Blönduósi. Atvikalýsing í báðum málunum er nánast samhljóma en meintur brotaþoli í síðara tilvikinu er kona á þrítugsaldri. Við skýrslutöku hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í maí 2010 vegna atvikisins á Blönduósi var X spurður undir rós um hið meinta atvik á Skagaströnd. Nú liggur fyrir að lögreglustjórinn á Blönduósi, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknari höfðu vitneskju um hið meinta atvik á Skagaströnd strax í maí 2010. Enginn þessara aðila taldi ástæðu til þess að hefja rannsókn á hinu meinta broti, en samkvæmt 1. mgr. 52 gr. sakamálalaga skal lögreglan hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Af framansögðu verður ekki annað ráðið en að það hafi verið mat framangreindra þriggja handhafa lögreglu- og ákæruvalds að refsivert brot hafi ekki verið framið. Hringing frá lögreglu Það er síðan 6. desember 2012, tveimur dögum eftir að ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um rétt X til að snúa aftur til starfa sem lögreglumaður á Blönduósi, og tveimur árum og átta mánuðum eftir að hið meinta atvik á að hafa gerst, að lögreglustjórinn á Blönduósi hringir í meintan brotaþola og segir að lögreglu hafi borist til eyrna að hún hafi svipaða sögu að segja og stúlkan sem kærði X í maí 2010. Lögreglan bað meintan brotaþola að skrifa frásögn sína niður á blað án þess að séð verði að meintur brotaþoli hafi verið brýnd um vitnaskyldu og ábyrgð og hvað afleiðingar rangur framburður gæti haft í för með sér fyrir vitnið. Daginn eftir náði lögreglan í frásögnina heim til meints brotaþola og með bréfi, dags. 10. desember 2012, sendi lögreglustjórinn á Blönduósi, frásögnina til ríkissaksóknara til skoðunar og þóknanlegrar ákvörðunar. Í bréfinu segir að um sé að ræða erindi/bréf frá brotaþola sem borist hafi 7. desember 2012, rétt eins og meintur brotaþoli hafi sent lögreglunni bréfið að eigin frumkvæði. Þegar hér var komið sögu átti ríkissaksóknari ekki annan kost í stöðunni en að hefja formlega rannsókn á málinu og var málið sent til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Akureyri. Vegna rannsóknar málsins var tekin skýrsla af meintum brotaþola og fimm lögreglumönnum. Hvött til að kæra Í þessum skýrslutökum kemur meðal annars fram að strax vorið 2010 höfðu a.m.k. fimm nafngreindir lögreglumenn á Blönduósi samband við brotaþola og hvöttu hana til þess að kæra X, en lögreglumennirnir höfðu ýmist samband símleiðis eða hittu meintan brotaþola fyrir í vinnunni. Samhliða því að hvetja meintan brotaþola til þess að kæra X upplýstu einhverjir lögreglumannanna brotaþola um atvikið á Blönduósi sem þeim bar lögum samkvæmt að gæta þagnarskyldu um. Í framhaldinu hafði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu samband við meintan brotaþola og bauð henni að leggja fram kæru ásamt því að bjóða henni aðstoð sama réttargæslumanns og gætti hagsmuna meints brotaþola vegna atviksins á Blönduósi. Brotaþoli sagði lögreglumönnunum ítrekað að hún vildi ekki kæra X. Síðan liðu tvö og hálft ár. Þann 29. nóvember 2012 var X sýknaður í Hæstarétti vegna atviksins á Blönduósi og fimm dögum síðar skipaði ríkislögreglustjóri X í embætti lögreglumanns á Blönduósi á nýjan leik. Tveimur dögum síðar ákvað lögreglustjórinn á Blönduósi að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi X sem á að hafa átt sér stað í mars 2010. Hver skyldi nú hafa verið tilgangur lögreglustjórans á Blönduósi að hefja rannsókn á þessu gamla máli á þessum tímapunkti? Svarið er að finna í lögregluskýrslu sem tekin var af brotaþola 11. desember 2012, en aðspurð um tilurð rannsóknar lögreglustjórans á Blönduósi á hinu meinta broti sagði brotaþoli að hún hefði alls ekki viljað kæra, en lögreglan á Blönduósi hefði sagt að hún væri að gera þeim greiða með því að skrifa niður frásögnina í því skyni að fá X ekki aftur til starfa sem lögreglumann á Blönduósi. Með bréfi dags. 28. janúar 2013 felldi ríkissaksóknari ofangreint mál niður. Sú niðurfelling hlýtur að marka upphafið að rannsókn ríkissaksóknara á saknæmri og ólögmætri valdníðslu og annarri refsiverðri háttsemi lögreglunnar á Blönduósi gagnvart X og eftir atvikum meintum brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 429/2012 var X, sem starfar sem lögreglumaður, sýknaður af kynferðisbroti sem átti að hafa gerst í maí 2010 á Blönduósi. Þegar X hugðist mæta til starfa á nýjan leik í desember 2012 á grundvelli ákvörðunar ríkislögreglustjóra þess efnis tilkynnti lögreglustjórinn á Blönduósi X að ekki væri við hæfi að hann kæmi til starfa við embættið þar sem rannsókn væri hafin á öðru broti X sem varðaði við almenn hegningarlög. Lögreglustjórinn á Blönduósi neitaði hins vegar alfarið að upplýsa X og lögmann hans um sakarefnið. Sakarefnið skýrðist fyrst við skýrslutöku af X um miðjan desember 2012, en þá kom í ljós að um var að ræða atvik sem átti að hafa gerst í mars 2010 á Skagaströnd eða um svipað leyti og atvikið á Blönduósi. Atvikalýsing í báðum málunum er nánast samhljóma en meintur brotaþoli í síðara tilvikinu er kona á þrítugsaldri. Við skýrslutöku hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í maí 2010 vegna atvikisins á Blönduósi var X spurður undir rós um hið meinta atvik á Skagaströnd. Nú liggur fyrir að lögreglustjórinn á Blönduósi, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknari höfðu vitneskju um hið meinta atvik á Skagaströnd strax í maí 2010. Enginn þessara aðila taldi ástæðu til þess að hefja rannsókn á hinu meinta broti, en samkvæmt 1. mgr. 52 gr. sakamálalaga skal lögreglan hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Af framansögðu verður ekki annað ráðið en að það hafi verið mat framangreindra þriggja handhafa lögreglu- og ákæruvalds að refsivert brot hafi ekki verið framið. Hringing frá lögreglu Það er síðan 6. desember 2012, tveimur dögum eftir að ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um rétt X til að snúa aftur til starfa sem lögreglumaður á Blönduósi, og tveimur árum og átta mánuðum eftir að hið meinta atvik á að hafa gerst, að lögreglustjórinn á Blönduósi hringir í meintan brotaþola og segir að lögreglu hafi borist til eyrna að hún hafi svipaða sögu að segja og stúlkan sem kærði X í maí 2010. Lögreglan bað meintan brotaþola að skrifa frásögn sína niður á blað án þess að séð verði að meintur brotaþoli hafi verið brýnd um vitnaskyldu og ábyrgð og hvað afleiðingar rangur framburður gæti haft í för með sér fyrir vitnið. Daginn eftir náði lögreglan í frásögnina heim til meints brotaþola og með bréfi, dags. 10. desember 2012, sendi lögreglustjórinn á Blönduósi, frásögnina til ríkissaksóknara til skoðunar og þóknanlegrar ákvörðunar. Í bréfinu segir að um sé að ræða erindi/bréf frá brotaþola sem borist hafi 7. desember 2012, rétt eins og meintur brotaþoli hafi sent lögreglunni bréfið að eigin frumkvæði. Þegar hér var komið sögu átti ríkissaksóknari ekki annan kost í stöðunni en að hefja formlega rannsókn á málinu og var málið sent til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Akureyri. Vegna rannsóknar málsins var tekin skýrsla af meintum brotaþola og fimm lögreglumönnum. Hvött til að kæra Í þessum skýrslutökum kemur meðal annars fram að strax vorið 2010 höfðu a.m.k. fimm nafngreindir lögreglumenn á Blönduósi samband við brotaþola og hvöttu hana til þess að kæra X, en lögreglumennirnir höfðu ýmist samband símleiðis eða hittu meintan brotaþola fyrir í vinnunni. Samhliða því að hvetja meintan brotaþola til þess að kæra X upplýstu einhverjir lögreglumannanna brotaþola um atvikið á Blönduósi sem þeim bar lögum samkvæmt að gæta þagnarskyldu um. Í framhaldinu hafði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu samband við meintan brotaþola og bauð henni að leggja fram kæru ásamt því að bjóða henni aðstoð sama réttargæslumanns og gætti hagsmuna meints brotaþola vegna atviksins á Blönduósi. Brotaþoli sagði lögreglumönnunum ítrekað að hún vildi ekki kæra X. Síðan liðu tvö og hálft ár. Þann 29. nóvember 2012 var X sýknaður í Hæstarétti vegna atviksins á Blönduósi og fimm dögum síðar skipaði ríkislögreglustjóri X í embætti lögreglumanns á Blönduósi á nýjan leik. Tveimur dögum síðar ákvað lögreglustjórinn á Blönduósi að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi X sem á að hafa átt sér stað í mars 2010. Hver skyldi nú hafa verið tilgangur lögreglustjórans á Blönduósi að hefja rannsókn á þessu gamla máli á þessum tímapunkti? Svarið er að finna í lögregluskýrslu sem tekin var af brotaþola 11. desember 2012, en aðspurð um tilurð rannsóknar lögreglustjórans á Blönduósi á hinu meinta broti sagði brotaþoli að hún hefði alls ekki viljað kæra, en lögreglan á Blönduósi hefði sagt að hún væri að gera þeim greiða með því að skrifa niður frásögnina í því skyni að fá X ekki aftur til starfa sem lögreglumann á Blönduósi. Með bréfi dags. 28. janúar 2013 felldi ríkissaksóknari ofangreint mál niður. Sú niðurfelling hlýtur að marka upphafið að rannsókn ríkissaksóknara á saknæmri og ólögmætri valdníðslu og annarri refsiverðri háttsemi lögreglunnar á Blönduósi gagnvart X og eftir atvikum meintum brotaþola.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun