Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Fréttamynd

Leðurhommi

Í Mogganum í fyrradag var bein tilvitnun í starfsmann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og haft eftir honum í fyrirsögn „Það er BDSM-lögmaður að trufla showið mitt”. Stuttu áður (71 mínútu) hafði Mogginn birt sömu frétt með beinni tilvitnun í sama mann með fyrirsögninni „Það er einhver leðurhommi að að trufla showið mitt”.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­lög­reglu­stjóri hótar héraðs­dómi

Í gærkvöldi rakst ég á frétt á mbl.is með fyrirsögninni „Hættustigið gæti lækkað með sakfellingu”. Í fréttinni er haft eftir yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra að ef tveir tilteknir menn í ákveðnu sakamáli, sem er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, verði sakfelldir fyrir hryðverkjuverk þá gæti hættustig vegna hryðjuverka lækkað á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

EncroChat

Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat.

Skoðun
Fréttamynd

Slitastjórn Glitnis; In Memoriam

Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum.

Skoðun
Fréttamynd

Fréttir DV

Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda.

Skoðun