Innlent

Rannsaka brjóstverki, HIV og líkamsárásir

GAR skrifar
Tveir hjartalæknar hyggjast rannsaka óeðlileg hjartalínurit hjá íslenskum knattspyrnumönnum.Fréttablaðið/Vilhelm
Tveir hjartalæknar hyggjast rannsaka óeðlileg hjartalínurit hjá íslenskum knattspyrnumönnum.Fréttablaðið/Vilhelm
„Klínísk einkenni kvenna sem komu á bráðamóttöku á Hringbraut vegna brjóstverkja í viku efnahagshrunsins 2008“, „Eðlisbreyting í stórfelldum líkamsárásum á 21. öldinni“ og „Algengi og þýðing óeðlilegs hjartalínurits hjá íslenskum knattspyrnumönnum“ eru yfirskriftir nýrra rannsókna sem eru meðal þeirra sem Persónuvernd hefur leyft að notuð verði trúnaðargögn til að framkvæma.

Af öðrum rannsóknum sem Persónuvernd heimilaði í desember má nefna „Spítalablóðsýkingar á Vökudeild Barnaspítala Hringsins“, „HIV á Íslandi, 1983-2012“, „Árangur af lyfjameðferð við lifrarbólgu C á Íslandi“, „Óútskýrður skyndidauði hjá flogaveikum“ og „Erfðafræðileg rannsókn þrálátra verkja“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×