Unglingsstúlkur eru fórnarlömb spjallsíðu 6. júní 2013 07:00 Guðrún Jónsdóttir Talsvert magn nektarmynda af ungum íslenskum stúlkum er nú í umferð á vefsíðu, að þeim forspurðum. Yngstu stúlkurnar á myndunum eru 13 ára. Sömu netsíðu var lokað af lögreglu fyrir um ári. Á vefsíðunni dreifa notendur á milli sín nektarmyndum sem þeim hafa áskotnast af stúlkunum. „Í sumum tilfellum gefa stúlkurnar einhverjum sem þær treysta, kærasta eða bólfélaga, leyfi fyrir myndunum. Ef flosnar upp úr samskiptunum getur þetta orðið að hárbeittu vopni og myndirnar notaðar gegn þeim,“ segir Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur fengið tugi athugasemda frá áhyggjufullum stúlkum og forráðamönnum þeirra. „Síðan hefur verið í rannsókn og við erum að vinna í því að fá henni lokað,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er vefsíðan vistuð í Bandaríkjunum sem gerir lögreglu erfiðara um vik. „Við höfum sent beiðni til yfirvalda vestra og bíðum svara um hvort hægt sé að loka sérstaklega fyrir aðgang íslenskra IP-talna á síðuna,“ segir Björgvin. Myndirnar sem um ræðir eru flestar af stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára. Þó eru þar einnig myndir af yngri stúlkum. „Við þekkjum dæmi um að kynferðislegt myndefni af konum hafi verið misnotað herfilega með þessum hætti. Manni finnst dapurlegt og alls ekki viðunandi ef stjórnvöld eru hálfbjargarlaus gagnvart þessu. Við getum ekki sæst á að netið sé óhöndlanlegt,“ segir Guðrún. Björgvin Björgvinsson Hún segir jafnframt að slíkar myndbirtingar geti haft mikil áhrif á sálarlíf kvennanna. „Konurnar geta fundið fyrir mikilli vanmáttarkennd þar sem þær geta aldrei verið vissar um að myndirnar dúkki ekki einhvers staðar upp aftur. Við styðjum konur í að vinna úr þessu en það getur verið misjafnt hvernig konur takast á við þetta,“ segir Guðrún. Stúlkurnar sem Fréttablaðið ræddi við var öllum mjög brugðið. Ein þeirra hafði ekki vitneskju um veru sína þar. „Þetta er bara hræðilegt. Ég veit ekki hvernig er hægt að gera svona lagað. Þetta er sjúkt,“ sagði stúlkan. Hún sagðist jafnframt myndu leita réttar síns. „Ég held að besta forvörnin sé að fara gætilega og setja ekki nektarmyndir af sér á netið. Þær geta lent í höndunum á hverjum sem er,“ segir Björgvin. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Talsvert magn nektarmynda af ungum íslenskum stúlkum er nú í umferð á vefsíðu, að þeim forspurðum. Yngstu stúlkurnar á myndunum eru 13 ára. Sömu netsíðu var lokað af lögreglu fyrir um ári. Á vefsíðunni dreifa notendur á milli sín nektarmyndum sem þeim hafa áskotnast af stúlkunum. „Í sumum tilfellum gefa stúlkurnar einhverjum sem þær treysta, kærasta eða bólfélaga, leyfi fyrir myndunum. Ef flosnar upp úr samskiptunum getur þetta orðið að hárbeittu vopni og myndirnar notaðar gegn þeim,“ segir Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur fengið tugi athugasemda frá áhyggjufullum stúlkum og forráðamönnum þeirra. „Síðan hefur verið í rannsókn og við erum að vinna í því að fá henni lokað,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er vefsíðan vistuð í Bandaríkjunum sem gerir lögreglu erfiðara um vik. „Við höfum sent beiðni til yfirvalda vestra og bíðum svara um hvort hægt sé að loka sérstaklega fyrir aðgang íslenskra IP-talna á síðuna,“ segir Björgvin. Myndirnar sem um ræðir eru flestar af stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára. Þó eru þar einnig myndir af yngri stúlkum. „Við þekkjum dæmi um að kynferðislegt myndefni af konum hafi verið misnotað herfilega með þessum hætti. Manni finnst dapurlegt og alls ekki viðunandi ef stjórnvöld eru hálfbjargarlaus gagnvart þessu. Við getum ekki sæst á að netið sé óhöndlanlegt,“ segir Guðrún. Björgvin Björgvinsson Hún segir jafnframt að slíkar myndbirtingar geti haft mikil áhrif á sálarlíf kvennanna. „Konurnar geta fundið fyrir mikilli vanmáttarkennd þar sem þær geta aldrei verið vissar um að myndirnar dúkki ekki einhvers staðar upp aftur. Við styðjum konur í að vinna úr þessu en það getur verið misjafnt hvernig konur takast á við þetta,“ segir Guðrún. Stúlkurnar sem Fréttablaðið ræddi við var öllum mjög brugðið. Ein þeirra hafði ekki vitneskju um veru sína þar. „Þetta er bara hræðilegt. Ég veit ekki hvernig er hægt að gera svona lagað. Þetta er sjúkt,“ sagði stúlkan. Hún sagðist jafnframt myndu leita réttar síns. „Ég held að besta forvörnin sé að fara gætilega og setja ekki nektarmyndir af sér á netið. Þær geta lent í höndunum á hverjum sem er,“ segir Björgvin.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira