Innlent

Sigrún Magnúsdóttir kjörin þingflokksformaður

Sigrún Magnúsdóttir var kjörin þingflokksformaður á þingflokksfundi Framsóknar í morgun samkvæmt tilkynningu frá flokknum.
Sigrún Magnúsdóttir var kjörin þingflokksformaður á þingflokksfundi Framsóknar í morgun samkvæmt tilkynningu frá flokknum.

Sigrún Magnúsdóttir var kjörin þingflokksformaður á þingflokksfundi Framsóknar í morgun samkvæmt tilkynningu frá flokknum.

Með henni í stjórn þingflokksins eru Þórunn Egilsdóttir, varaformaður og Ásmundur Einar Daðason, ritari.

Þá verður það tillaga Framsóknar á þingfundi síðar í dag að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði fyrsti varaforseti þingsins og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar.

Aðrir formenn nefnda verða tilnefndir Frosti Sigurjónsson í efnahags- og viðskiptanefnd og Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis og samgöngunefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×